Plötupróf - Þjöppupróf
Mannvit býður uppá framkvæmd á þjöppuprófun / plötuprófun á malarfyllingum og hefur áralanga reynslu af gerð slíkra prófana.
Þjöppupróf eða plötupróf er krafa samkvæmt byggingarreglugerð. Prófið er notað til að mæla þjöppun jarðvegsfyllinga og staðfesta að nægri þjöppun sé náð áður en byrjað er að reisa sökkla undir byggingar/mannvirki. Plötupróf eru einnig notuð í vegagerð til að mæla þjöppun fyllingar, styrktarlags eða burðarlags og gefur nálgun á burðarþoli/broti jarðvegsfyllinga úr kornóttum (granular) eða samlímdum (cohesive) jarðvegi.
Prófunin fer þannig fram að mælt er álag og sig plötu sem er 450 mm í þvermál (eða 300 mm). Vökvatjakk, sem mælir þrýstiálag, allt að 5,6 tonn er komið fyrir á plötunni. Yfir tjakknum er farg (grafa, valtari eða vörubíll með hlassi) til að spyrna við tjakkinn. Í verklagi Mannvits er gert ráð fyrir verkkaupi útvegi farg í formi vinnuvéla eða annars ámóta tækis. Tjakkað er í nokkrum þrepum og á sjálfberandi slá eru þrjú mæliúr sem mæla sigið á plötunni.
Mannvit á ferðabúnað til plötuprófana og býður upp á að gera prófanir á stöðum sem eru fjarlægir höfuðborgarsvæðinu. Á starfsstöðvum okkar á Norður- og Austurlandi er þjálfað starfsfólk sem getur gert þessi próf.
Hægt er að hafa samband beint við rannsóknarstofu Mannvits í síma 422-3500 eða senda tölvupóst á plotuprof@mannvit.is

Fyrirvarar vegna framkvæmda á plötuprófum:
- Rannsóknarstofa Mannvits framkvæmir plötupróf samkvæmt beiðni og upplýsingum frá verkbeiðanda. Starfsfólk rannsóknarstofu hefur ekki forsendur til að meta ástand fyllingar við prófun, það er á ábyrgð verkbeiðanda að meta hvort fylling sé hæf til að vera prófuð, t.d. vegna frosts eða bleytu.
- Gengið er út frá því að verkbeiðandi hafi umboð verkkaupa til að óska eftir plötuprófum. Þetta gildir jafnframt þegar um er að ræða aukaprófanir, t.d. ef fylling fellur og prófa þarf aftur.
- Gjaldskrá fyrir plötupróf miðast við að hægt sé að hefja próf þegar mætt er á svæðið. Ef annað kemur í ljós áskilur rannsóknarstofan sér rétt til að bæta biðtíma við reikning.
- Rannsóknarstofa Mannvits ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á tækjum sem verkkaupi útvegar sem farg.