Raforkuflutningur og dreifing

Mannvit hefur áratuga reynslu af hönnun og ráðgjöf tengdri raforkuflutningi og rafveitum. Frá árinu 1970 hefur Mannvit gegnt mikilvægu hlutverki í undirbúningi, greiningu, hönnun, byggingastjórnun og eftirliti á orkumannvirkjum, háspennulínum, háspennumöstrum og dreifikerfum landsins. 

Búrfell - Mannvit.is (1)

Raforkuflutningslínur

Mannvit býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í hönnun raforkulína. Fyrirtækið annast jafnframt framkvæmdaeftirlit með lagningu háspennulína og rafstrengja í jörð og veitir ráðgjöf um viðhald þeirra.

 

Raforkuverkfræði

Mannvit býr yfir mikilli reynslu á sviði raforkuverkfræði flutningskerfa og rafveitna, þ.m.t. tengivirkja og spennistöðva.  Þjónustan nær m.a. til kerfisathugana, hagkvæmniathugana, áætlanagerðar, hönnunar, útboðsgagna, aðstoð við samningagerð, eftirlit og gangsetning flutningsvirkja og rafveitna.

Við önnumst kerfisathuganir af ýmsu tagi fyrir raforkuflutningskerfi og rafveitur, t.d:

  • Álagsflæðiútreikninga.
  • Útreikninga á skammhlaups- og jarðhlaupsstraumum.
  • Útreikninga á spennurisi við jarðhlaup.
  • Athuganir á svipulum yfirspennum í flutningskerfum.

 

Umhverfismál

Mannvit býður margvíslega þjónustu tengda umhverfismálum raforkuflutningskerfa og rafveitna.  Þetta nær meðal annars til mats á umhverfisáhrifum og umhverfisvöktunar.

Þegar kemur að verkáætlunum, uppfærslu kerfa, hagkvæmniathugunum, hönnun, kerfisathugunum og eftirliti hafa sérfræðingar Mannvits yfirgripsmikla reynslu og þekkingu.

Tengiliðir

Sigurður Sigurjónsson

Fagstjóri Rafkerfi

sigsig@mannvit.is

+354 422 3404

Ármann Ingason

Fagstjóri Háspenna

armann@mannvit.is

+354 422 3454

Play

Kröflulína 3 fyrir Landsnet