Raforkuverkfræði

Mannvit veitir ráðgjöf á sviði raforkuverkfræði þ.e. við hönnun og byggingu orkunýtinna  og hagkvæmra nútíma raforkukerfa, þ.m.t. flutningslína, tengivirkja og spennistöðva. Mannvit hefur mikla reynslu og sérþekkingu í greiningu raforkukerfa og áætlanagerð, hönnun raforkukerfa, byggingar- og burðarþolshönnun, umhverfismálum og mati á umhverfisáhrifum, aðstoð við innkaup, byggingarstjórnun, uppkeyrslu og prófunum. Ráðgjöfin nær einnig til aðstoðar við viðhald og rekstur flutnings- og dreifikerfa raforku.

Upplýsingatækni - Mannvit.is

Greining og hönnun raforkuflutningskerfa :

 • Kerfisgreining og hönnun sem nær yfir raforkuframleiðslu, flutning, dreifingu og álag,
 • Háspennulínur og háspennu jarðstrengir,
 • Hönnun yfirtónasía og þéttavirkja,
 • Mat á umhverfisáhrifum,
 • Byggingar- og burðarþolshönnun,
 • Fjarskiptakerfi fyrir rekstur flutningskerfa,
 • Byggingarstjórnun.

 

Tengivirki og spennistöðvar:

 • Hönnun tengivirkja og spennistöðva, GIS og AIS, innan- og utanhúss,
 • Hönnun yfirtónasía og þéttavirkja,
 • Hönnun aflspenna,
 • Hönnun og greining jarðskauta fyrir aðveitustöðvar,
 • Byggingar- og burðarþolshönnun,
 • Hönnun og stilling varnarbúnaðar,
 • Hönnun stjórnkerfa,
 • Hönnun öryggiskerfa,
 • Byggingarstjórnun,
 • Gangsetning og prófanir.

 

Dreifikerfi raforku:

 • Hönnun millispennu og lágspennu dreifikerfi í jörð,
 • Hönnun dreifistöðva í rafdreifikerfi,
 • Kerfishönnun og samræming varnarbúnaðar.

Helstu verksvið eru í orkuframleiðslu, raforku- og dreifikerfum fyrir stórnotendur, dreifiveitum og við raforkuframleiðendur.

Tengiliðir

Ármann Ingason

Fagstjóri Háspenna

armann@mannvit.is

+354 422 3454

Sigurður Sigurjónsson

Fagstjóri Rafkerfi

sigsig@mannvit.is

+354 422 3404

Þórður Ófeigsson

Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Háspenna

thorduro@mannvit.is

+354 422 3473