Rannsóknarstofa
Mannvit hefur starfrækt rannsóknarstofu frá árinu 1993. Á rannsóknarstofunni eru gerðar allar hefðbundnar prófanir og margar sérhæfðar prófanir sem tengjast steinefni, steinsteypu og vegagerð. Á stofunni eru einnig gerðar prófanir á sviðum jarðfræði, jarðtækni, bergtækni og efnisfræði, s.s. prófanir á málmi og málmblendum. Rannsóknarstofan sinnir jafnframt plötuprófum.
Athuganir á kornakúrfu er á meðal algengra prófana sem gerð eru á rannsóknarstofunni.

Auk margs konar prófana býður Mannvit upp á sérfræðimat og ráðgjöf við túlkun á niðurstöðum prófa, sem og að meta hvort efni standist þar til gerðar kröfur. Jafnframt er boðið upp á aðstoð við framleiðslu- og framkvæmdaeftirlit.
Rannsóknarstofa Mannvits er í Kópavogi en einnig er til færanleg rannsóknarstofa sem hægt er að setja upp tímabundið á verkstað, t.d. vegna framkvæmdaeftirlits.
Mannvit, þar á meðal rannsóknarstofan, vinnur samkvæmt skilvirku og sveigjanlegu stjórnkerfi sem er samþætt stjórnskipulagi fyrirtækisins. Fyrirtækið er vottað í gæða- (ISO 9001), umhverfis- (ISO 14001) og vinnuverndar- og öryggisstjórnun (ISO 45001). Fylgt er kröfum ÍST EN ISO/IEC 17025 um almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofa. Jafnframt skuldbindur Mannvit sig gagnvart viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja (UN Global Compact).
Til viðbótar er rannsóknarstofan, skv. kröfum byggingarreglugerðar, viðurkennd af félagsmálaráðuneytinu vegna gæðamats á steinsteypu og til burðarþolsprófana á fyllingum undir undirstöður mannvirkja (plötupróf, þjöppupróf).
Mannvit hefur 30 ára reynslu af efnisrannsóknum. Unnið er eftir alþjóðlegum stöðlum og áhersla lögð á fagmennsku við framkvæmd og úrvinnslu.