Rannsóknarstofa

Mannvit hefur starfrækt rannsóknarstofu frá árinu 1993. Á stofunni eru gerðar allar hefðbundnar prófanir og margar sérhæfðar prófanir sem tengjast steinefni, steinsteypu, vegagerð, jarðtækni og bergtækni. Einnig eru gerðar stálprófanir, gasgreiningar, efnagreiningar á vatni, greiningar á bergi og tæringarprófanir. Rannsóknarstofan sinnir jafnframt plötuprófum.

Athuganir á kornakúrfu er á meðal algengra prófana sem gerð eru á rannsóknarstofunni.

Rannsóknarstofa Þjónusta Mannvits

Auk prófana er boðið upp á sérfræðimat og ráðgjöf við túlkun á niðurstöðum prófana og mat á því hvort efni standist þar til gerðar kröfur. Jafnframt er boðið upp á aðstoð við framleiðslu- og framkvæmdaeftirlit.


Mannvit starfrækir rannsóknarstofur í Kópavogi og á Akureyri en einnig er til færanleg rannsóknarstofa sem hægt er að setja upp tímabundið á verkstað t.d. vegna framkvæmdaeftirlits.


Stjórnkerfi rannsóknarstofunnar er vottað samkvæmt kröfum gæðastjórnunarstaðalsins ÍST EN ISO 9001:2008, umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001:2004 og vinnuverndar- og öryggisstjórnunarstaðalsins OHSAS 18001:2007. Fylgt er kröfum ÍST EN ISO/IEC 17025:2005 um almennar kröfur varðandi hæfni prófunar- og kvörðunarstofa. Rannsóknarstofan hefur fengið vottun skv. flokki H á steinsteypu, steinefni til nota í steypu og sementi frá Kontrollrådet í Noregi og hefur þar með leyfi til gera prófanir fyrir norskan markað.

Mannvit hefur yfir 20 ára reynslu af efnisrannsóknum. Unnið er eftir alþjóðlegum stöðlum og áhersla lögð á fagmennsku við framkvæmd og úrvinnslu.

Tengiliðir

Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Fagstjóri rannsóknarstofu

thh@mannvit.is

+354 422 3501

Guðrún Eva Jóhannsdóttir

Jarðfræðingur M.Sc. Rannsóknarstofa

gudruneva@mannvit.is

+354 422 3503