Rennslismælingar lagnakerfa iðnfyrirtækja
Áreiðanlegar mælingar á rennsli í lagnakerfum krefjast sérhæfðs tækjabúnaðar og þekkingar. Þær nýtast t.d. við reglubundna vöktun, úttekt á virkni kerfa ofl. Mannvit veitir þjónustu við slíkar mælingar og hefur keypt til þess nauðsynlegan búnað.

Meðal verkefna:
- Rennslismælingar við dæluprófanir á borholum fyrir ýmsa aðila.
- Rennslismælingar við efnavöktun í fráveitu fiskvinnslu- og mjölsverksmiðju.
- Úttekt á virkni kælikerfis í gagnaveri.
Iðnfyrirtæki með talsvert rennsli kæli- og fráveituvatns nýta sér þjónustu rennslismælinga Mannvits.
Rennslismælingar eru hluti af þjónustu við vatnamælingar.
Tengiliðir
Jón Bergur Helgason
Véla- og orkutæknifræðingur B.Sc., Vatnsaflsvirkjanir
jonbergur@mannvit.is
+354 422 3192