Rýni og mat á gögnum jarðhitasvæða
Mannvit veitir þjónustu við að safna saman og greina öll tiltæk gögn um jarðhitasvæði og umhverfi þess svo hægt sé að ákvarða umfang og eðli jarðhitaleitar sem fylgir í kjölfarið. Megintilgangur leitar- og rannsóknarstigs er að kanna hvort til staðar sé jarðhiti sem hægt er að hagnýta.

Eftirfarandi skrefum er fylgt þegar meta á jarðhitaverkefni á grundvelli gagnagrunns:
- Gagnaöflun, aðföng og/eða vinnsla
- Áreiðanleiki gagna kannaður
- Endurmat og/eða aðlögun á gögnum
- Gagnastjórnun
Niðurstöður eru teknar saman og viðskiptavini afhent skýrsla með tillögum um næstu skref í mati á auðlindinni.
Jarðhitarannsóknarteymi
Á hinum ýmsu rannsóknarstigum jarðhita koma margvísleg vísinda- og verkfræðisvið við sögu m.a. jarðfræði, vatnafræði, jarðefnafræði og jarðeðlisfræði.Í jarðhitateymi Mannvits eru leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í jarðhitavinnslu, grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum.Þar er samankomin áratugareynsla af margvíslegum verkefnum á Íslandi, í Evrópu, Asíu og Norður- og Suður-Ameríku.
Jarðhitateymi Mannvits býr yfir heildarþekkingu á nýtingu jarðhitasvæða og mikilli kunnáttu í jarðfræðilegu, jarðefnafræðilegu og jarðeðlisfræðilegu mati á jarðhitasvæðum, borstaðsetningu, forðalíkangerð, auðlindamati og öðrum tengdum verkefnum.
Jarðhitadeild Mannvits hefur reynslu af margvíslegum þáttum er snúa að jarðhitaleit, svo sem forhönnun, kostnaðarmati og umsjón með borun. Dótturfyrirtæki Mannvits, Vatnaskil, sérhæfir sig í jarðeðlisfræði og greiningu jarðhitakerfa, þ. á m. vinnslulíkönum, vatnafræði grunnvatns, rennsli af yfirborði og umhverfislíkönum.
Túlkun og mat á gögnum jarðhitasvæða krefst samþættingar ýmissa fagsviða.Þegar orku er unnin úr hita í jörðu koma ýmis fagsviðvið sögu m.a. jarðfræði, eðlisfræði, efnafræði og verkfræði.
Fyrir Mannvit starfa afar hæfir jarðvísindamenn úr öllum þeim greinum sem varða jarðhitavinnslu.
Eftir fimm áratuga reynslu af ráðgjöf um nýtingu jarðhita vitum við að engin tvö verkefni eru eins.
Tengiliðir
Þorsteinn Sigmarsson
Svæðisstjóri Asíumarkaður
thorsteinn@mannvit.is
+354 422 3121 // +62 8111 031 094 (ID)