Samfélagsábyrgð

Samfélagsleg ábyrgð byggir á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð á rekstri sínum og starfsemi og þeim áhrifum sem það getur haft á samfélag, efnahagslíf og umhverfi umfram lagalegar kröfur.

Mannvit aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að kortleggja samfélagsáhrif reksturs og helstu hagsmunaaðila ásamt því að greina tækifæri til úrbóta og aukinnar samfélagsábyrgðar. Veitt er aðstoð við kortlagningu og samanburð við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna ásamt ráðgjöf við gerð samfélagsskýrslna, m.a. samkvæmt GRI (Global Reporting Initative) staðlinum, ESG og Global Compact.

Þá hefur Mannvit verið að bjóða kynningar og vinnustofur fyrir fyrirtæki og stofnanir byggðar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem markmiðið er að gera þátttakendum auðveldara að kortleggja sín áhrif og tengingar við Heimsmarkmiðin.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna - Mannvit.is

Mannvit er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eitt öflugasta framtak í heiminum á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Fyrirtækið er einnig vottað samkvæmt alþjóðlegum gæða-, umhverfis- og öryggis- og vinnuverndarstjórnstöðlum og leitast við að hafa sjálfbærnisjónarmið í fyrirrúmi í öllum sínum verkum.

Tengiliðir

Ólöf Kristjánsdóttir

Fagstjóri Samgöngur

olof@mannvit.is

+354 422 3320

María Stefánsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni

mas@mannvit.is

+354 422 3026