Samgöngur

Mannvit býr að áratuga þekkingu við undirbúning og hönnun samgöngumannvirkja í þéttbýli sem dreifbýli, hvort sem um er að ræða hafnarmannvirki, flugvelli, vegi eða brýr. Sérfræðingar fyrirtækisins hafa jafnframt reynslu af hönnun og undirbúningi fjölda jarðganga. 

Samgöngur - Mannvit.is

Notkun nýjustu tölvuforrita, loftmyndagrunna og stafrænna korta gerir okkur kleift að leggja fram myndrænar tillögur fyrir verkkaupa til að vega og meta mismunandi lausnir út frá ólíkum forsendum.

Aðrir ferðamátar en bílferðir eru ekki síður mikilvægir. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu á hönnun mannvirkja fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda, sem og fyrir almenningssamgöngur. Ávallt er lögð mikil áhersla á öryggisþætti við hönnun samgöngumannvirkja. Mannvit býður jafnframt uppá gerð samgöngumats og mat á umferðarhávaða.

Nýjustu tölvuforrit, loftmyndagrunnar og stafræn kort í bland við útfærslur inn á ljósmyndir gerir okkur kleift að leggja fram myndrænar tillögur að lausnum fyrir viðskiptavini.

Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga eru á meðal verkefna sem við leysum fyrir hönd sveitarfélaga. Mannvit gaf m.a. út leiðbeiningar um gerð umferðaröryggisáætlana fyrir sveitarfélög sem nálgast má inná vef Samgöngustofu.

Tengiliðir

Ólöf Kristjánsdóttir

Fagstjóri Samgöngur

olof@mannvit.is

+354 422 3320

Hörður Bjarnason

Vega- og umferðarverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

hb@mannvit.is

+354 422 3011

Albert Skarphéðinsson

Samgönguverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

albert@mannvit.is

+354 422 3028

Sigurður Bjarnason

Byggingarverkfræðingur M.Sc.

sigurdur.b@mannvit.is

+354 422 3048

Play

Myndband unnið af Mannviti vegna breikkunar hringvegar við Selfoss og Hveragerði