
Fullkönnun á flugvallarkostum lokið
Mannvit var helsti ráðgjafi stýrihóps ríkis, Reykjavíkurb...
Mannvit býr yfir mikilli þekkingu á sviði umferðarverkfræði og samgönguskipulags og veitir heildarráðgjöf á þessu sviði.
Fólksfjölgun og uppbygging kallar á vandaða stefnumótun og gott samgönguskipulag í eldri og nýrri byggð til að tryggja lífsgæði og hreyfanleika íbúa. Nútímalegt skipulag þéttbýlissamgangna snýst um að uppfylla ferðaþörf fólks á skilvirkan hátt með öllum ferðamátum með öryggi og gott umhverfi að leiðarljósi.
Sérfræðingar fyrirtækisins í umferðar- og skipulagsmálum fást við fjölbreytt verkefni. Sem dæmi má nefna umferðarspár og umferðarhermun vegna skipulagstillagna, úrbætur á umferðarflæði, hönnun bílastæðahúsa, greiningarvinnu og stefnumótun, skipulag göngu- og hjólreiðastíga og hönnun íbúðahverfa með 30 km hámarkshraða. Mannvit býður jafnframt uppá gerð samgöngumats og mat á umferðarhávaða.
Mannvit veitir sveitarfélögum og skipulagshöfundum alhliða aðstoð við gerð svæðis,- aðal- og deiliskipulags. Áhrif mismunandi skipulagsvalkosta á samgöngur eru metin með reiknilíkönum og kostnaðar-/ábatagreiningu og ráðgjöf veitt við skipulag gatna, almenningssamgangna og göngu- og hjólaleiða.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, undirbúningur samgöngumiðstöðvar við BSÍ og umferðaröryggis-leiðbeiningar eru dæmi um nýleg verkefni.