Sjálfbærni

Sjálfbærar lausnir eru hagkvæmar lausnir sem skapa ávinning fyrir umhverfi og samfélag. Mannvit hefur í gegnum tíðina unnið að sjálfbærum lausnum við hönnun mannvirkja og almenna ráðgjöf. Fyrirtækið er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 og leitast við að hafa sjálfbærni sjónarmið í fyrirrúmi í öllum sínum verkum.

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna - Mannvit.is

Mannvit aðstoðar þá sem eru að stíga sín fyrstu skref ásamt þeim sem lengra eru komnir í innleiðingu sjálfbærni í verklag og stefnumótun með fjölbreyttum hætti.
Í gegnum tíðina hefur Mannvit komið að fjölda verkefna þar sem sjálfbær hugsun er ríkjandi. Öll ráðgjöf í umhverfismálum hefur það m.a. að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki og hugað sé vel að öllum þáttum tengdum umhverfi og góðum frágangi. Sama á við í almennum verkefnum sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur, dæmi um þjónustu þar sem hugað er til sjálfbærni er meðal annars:

  • Hönnun vistvænna húsa
  • Blágrænar ofanvatnslausnir
  • Endurnýjanleg orka og eldsneyti
  • Vistvænar samgöngur
  • Hagkvæmar orkulausnir
  • Úrgangsstjórnun / meðhöndlun úrgangs
  • Loftslagsútreikningar og loftslagsbókhald
  • Stefnumótun á sviði sjálfbærni

 

Lífsferilshringur (e. LCA)

Sjálfbærni í verkfræði snýr að því að skapa hagkvæmar lausnir sem veita bæði viðskiptavini og umhverfinu ávinning til framtíðar.

Stefnumótun og vinnustofur Heimsmarkmiða SÞ

Mannvit býður uppá kynningar og vinnustofur fyrir fyrirtæki sem og stofnanir byggðar á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem markmiðið er að gera þátttakendum auðveldara að kortleggja sín áhrif og tengingar við Heimsmarkmiðin. Mannvit býður jafnframt upp á stefnumótun, jafnt fyrir fyrirtæki, stofnanir sem og sveitarfélög, sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og felur í sér markmiðasetningu, mælikvarða og aðgerðaráætlun.

Lesa frekari upplýsingar um þjónustu við Heimsmarkmið SÞ.

Tengiliðir

María Stefánsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni

mas@mannvit.is

+354 422 3026

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Alma D. Ívarsdóttir

Fagstjóri, Bættar byggingar

almai@mannvit.is

+354 422 3065