Sjávarútvegur | Fiskeldi

Mannvit hefur unnið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, útgerðir, fiskeldi og fiskvinnslur um áratuga skeið. Þjónusta Mannvits við sjávarútveg er m.a. við verkefnastjórnun, almenna verkfræðiráðgjöf, útboðsgögn, innkaup, mat á umhverfisáhrifum, fráveitu, umsókn um starfsleyfi, kostnaðareftirlit, gæðaeftirlit og framkvæmdaeftirlit.

Mannvit mynd 3 - Mannvit.is

Hjá Mannviti hefur byggst upp umfangsmikil reynsla af verkefnum tengdum sjávarútvegi og iðnaði. Sú reynsla hefur leitt til uppbyggingar tækni- og verkþekkingar sem er einn af hornsteinum áframhaldandi þjónustu við sjávarútveg. 

Meðal verkefna í sjávarútvegi má nefna:

  • Fiskimjölsverksmiðjur og mjölgeymslur
  • Frystigeymslur
  • Fiskvinnslustöðvar og nótastöðvar
  • Fiskeldisstöðvar og fóðurgeymslur
  • Hafnarmannvirki 
  • Vinnuvernd, öryggis- og umhverfismál
  • Starfsleyfi og mat á umhverfisáhrifum
  • Meðhöndlun frárennslis og úrgangs
  • Stjórnkerfi og stýringar
  • Raforkuflutningur og dreifing
  • SCADA, MES (Manufacturing Execution Systems) og gagnasöfnun
  • CE merkingar og úttektir
  • Núvirðismat eigna
  • Brunavarnir 
  • Útboð, samningar og innkaup fyrir verkkaupa

Með faglegri ráðgjöf tryggjum við viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd með áherslu á að halda tímaáætlun og kostnaðaráætlun.

Tengiliðir

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðarferla

gunnarsv@mannvit.is

+354 422 3088

Sighvatur Óttarr Elefsen

Vélaverkfræðingur M.Sc. Vélbúnaður og efnaferli

sighvatur@mannvit.is

+354 422 3130

Valgeir Kjartansson

Starfsstöðvarstjóri Reyðarfjörður og Egilsstaðir, Verkefnastjórnun

valgeir@mannvit.is

+354 422 3603

Hlynur Hendriksson

Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Stjórnkerfi

hlynur@mannvit.is

+354 422 3457

Play

Kynningarmyndband sjávarútvegur