Skipulag

Í gegnum tíðina hafa sérfræðingar Mannvits komið að ýmsum verkefnum tengdum skipulagsmálum.  Um er að ræða verkefni fyrir svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag. Einnig hefur verið unnið að verkefnum á rammaskipulagsstigi og að hverfaskipulagi. Verkefnin hafa snúið að almennu skipulagi, en einnig tengdum verkefnum s.s. umhverfismati áætlana, vottun hverfisskipulags samkvæmt BREEAM staðlinum, umferðarúttekt, hljóðstigsútreikningum og kortagerð.

Hotel Marriott Edition and Apartments - Mannvit.is

Aðalskipulag og deiliskipulag

Skipulagsmál varða ýmsa þætti og hafa ráðgjafar Mannvits í gegnum tíðina komið að skipulagsmálum á víðum grundvelli. Mannvit hefur mikla reynslu af hvers kyns ráðgjöf í tengslum við samgöngumál og var t.a.m. meginráðgjafi við mótun stefnu um samgöngumál í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Mannvit hefur komið að fjölda verkefna í umhverfismati skipulagsáætlana bæði þar sem umhverfismat hefur verið unnið samhliða skipulagi en einnig sem hluti af skipulagsgerð. Mannvit hefur réttindi til að annast vottun og ráðgjöf við hönnun vistvæns skipulags samkvæmt BREEAM Communities og vann að slíkri vottun vegna Urriðaholts í Garðabæ. Auk þessa hafa úttektir á hljóðvist og kortagerð verið ríkur þáttur í ráðgjöf Mannvits við skipulag.

Mannvit hefur í gegnum tíðina komið að fjölda verkefna tengdum skipulagsmálum á öllum stigum svæðis-, aðal- og deiliskipulags.

Tengiliðir

Ólöf Kristjánsdóttir

Fagstjóri Samgöngur

olof@mannvit.is

+354 422 3320

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054