Smávirkjanir

Mannvit hefur ekki einungis unnið að hönnun og framkvæmdum við stórar vatnsaflsvirkjanir, heldur hafa smávirkjanir frá upphafi verið hluti verkefna.  Fyrstu árin var um að ræða virkjanir hér innanlands, en hin síðari ár hafa bæst við verkefni á Grænlandi, í Síle, á Bretlandi og nú síðast fjöldi verkefna í Noregi.

2018 var gefin út skýrsla um smávirkjanakosti á Norðurlandi vestra að frumkvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Skýrslan er frumúttekt á 82 hugsanlegum smávirkjunarkostum í landsfjórðungnum og hagkvæmni þeirra metin. Skýrsluna er að finna hér.

Árið 2010 var gefið út leiðbeiningarritið „Litlar vatnsaflsvirkjanir“ sem er að finna hér, en ritið var unnið af Mannvit.  Þess má einnig geta að sérfræðingar Mannvits eru vottaðir af Norskum norskum yfirvöldum sem hönnuðir vatnsaflsvirkjana.

Bergselva.jpg

Mannvit hefur í gegnum árin leyst af hendi fjölbreytt verkefni tengd smávirkjunum, allt frá gerð yfirlitsáætlunar um virkjanakosti til gangsetningar virkjana.  Við hönnun smávirkjana, ekki síður en stærri virkjana, þarf að huga að umhverfismálum og gæta þess að mannvirki falli vel að umhverfi.  Umhverfis- og skipulagsmál, umsóknir um ýmis leyfi sem þarf vegna byggingar og reksturs smávirkjana, jarðfræði- og jarðtækniathuganir, rennslismælingar og túlkun þeirra, áætlanir um orkuframleiðslu og arðsemismat er meðal þess sem Mannvit fæst við. 

Tæknileg viðfangsefni svo sem hönnun á stíflum, yfirföllum, inntaksmannvirkjum, þrýstipípum og stöðvarhúsum hefur Mannvit leyst af hendi fyrir margar virkjanir hérlendis og erlendis.  Hönnun á ristum, lokum og öðrum búnaði í inntaksvirki, val á túrbínum og stjórnbúnaði, eftirlit með framleiðslu og umsjón með prófunum og gagnsetningu búnaðar eru verkþættir sem starfsmenn okkar hafa yfirgripsmikla reynslu af.  Í stuttu máli sagt hefur Mannvit reynslu af öllum þeim viðfangsefnum sem þarf að leysa frá því fyrsta hugmynd að smávirkjun kviknar þar til búið er að gangsetja og tengja virkjunina við dreifikerfið.

Undanfarin ár hefur Mannvit tekið þátt í hönnun margra smávirkjana í Noregi. Þar er unnið að uppbyggingu vatnsaflsvirkjana vegna hækkandi raforkuverðs og aukins útflutnings raforku.

Tengiliðir

Sverrir Óskar Elefsen

Fagstjóri, Vatnsaflsvirkjanir

soe@mannvit.is

+354 422 3018

Helgi Sigurjónsson

Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Stjórnkerfi

helgisig@mannvit.is

+354 422 3427

Gunnar Herbertsson

Fagstjóri vélbúnaðar og efnaferla

gunnar@mannvit.is

+354 422 3117

Torfi G. Sigurðsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

torfigs@mannvit.is

+354 422 3702

Ómar Örn Ingólfsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Vatnsaflsvirkjanir

omar@mannvit.is

+354 422 3040