Staðarval
Framkvæmdir hefjast oft á staðarvali. Slík vinna felur í sér skoðun nokkurra staðsetningarkosta sem fyrirtæki eða stjórnvöld vilja kanna hvort henti fyrir viðkomandi starfsemi. Staðarvalsathuganir geta ýmist verið bundnar við takmörkuð svæði, landshluta eða jafnvel allt landið í sumum tilfellum.

Mannvit hefur töluverða reynslu af staðarvalsathugunum og má þar sem dæmi nefna athuganir sem tengjast iðnaðarframkvæmdum eins og staðsetningu stóriðju og gagnavera.
Við staðarvalsathugun þarf að bera saman margs konar þætti sem ýmist tengjast sjálfri staðsetningunni eða áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið. Má t.d. nefna:
- Vinnumarkaðssvæði
- Hafnaraðstæður
- Raflínutengingar
- Vatnsöflunarmöguleikar
- Náttúruvá
- Ýmsir umhverfisþættir
Mannvit hefur komið að fjölda staðarvalsathugana sem gegna oft stóru hlutverki í undirbúningi framkvæmda.
Tengiliðir
Guðrún Birna Sigmarsdóttir
Landslagsarkitekt M.Sc., Umhverfismál og sjálfbærni
gudrunbirna@mannvit.is
+354 422 3368
Bergrós Arna Sævarsdóttir
Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Umhverfismál
bergross@mannvit.is
+354 422 3614