Starfsleyfi og leyfisumsóknir

Mannvit hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki við öflun og endurnýjun nauðsynlegra leyfa einkum og sér í lagi starfsleyfa.  Önnur leyfi geta t.d. verið framkvæmdaleyfi, rannsóknarleyfi, nýtingarleyfi, losunarleyfi og virkjunarleyfi.  Veiting leyfa er oft háð því að tiltekin framkvæmd hafi áður fengið umfjöllun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Grundartangi - Mannvit.is

Oft er unnið að undirbúningi starfsleyfis samhliða matsskýrslu í þeim tilgangi að laga framkvæmdir að þeim umhverfiskröfum sem gilda hverju sinni.

Mannvit hefur komið að vinnu vegna leyfismála í tengslum við ýmiss konar framkvæmdir.  Sem dæmi má nefna:

  • Álver
  • Jarðhitavirkjanir
  • Vatnsaflsvirkjanir
  • Kísilver
  • Fiskimjölsverksmiðjur
  • Gagnaver
  • Vatnsvinnsla
  • Urðunarstaðir
  • Olíubirgðastöðvar
  • Bensínstöðvar

Fyrir margþætta starfsemi getur góður undirbúningur leyfisumsókna flýtt leyfisveitingum. 

Tengiliðir

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Haukur Einarsson

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni

haukur@mannvit.is

+354 422 3016

Bergrós Arna Sævarsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Umhverfismál

bergross@mannvit.is

+354 422 3614