Steypurannsóknir

Mannvit býður upp á prófanir og rannsóknir á steypu ásamt ráðgjöf og hönnun við framleiðslu á steinsteypu. Steinsteypa er aðalbyggingarefni okkar Íslendinga og því mikilvægt að hún sé endingargóð og standist þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Hjá Mannviti starfar hópur reyndra steypusérfræðinga með áratuga reynslu af rannsóknum, prófunum, framleiðslu, útlögn og eftirliti. Prófanir og rannsóknar á steypu má skiptist í þrjú meginsvið:

Prófsteypugerð þar sem m.a. er um að ræða prófanir á fylliefnum, hönnun steypublöndu með tilskylda eiginleika og prófanir á eiginleikum steypunnar. Þessar rannsóknir eru að jafnaði gerðar á hönnunarstigi.

Steypueftirlit við nýframkvæmdir, svo sem sýnataka og prófanir á verkstað, steyping prófhluta, geymsla sýna við staðalaðstæður og prófanir á rannsóknarstofu. Þessar rannsóknir eru að jafnaði gerðar á framkvæmdastigi.

Ráðgjöf vegna framleiðslustýringar og eftirmeðhöndlunar. Rannsóknir vegna úttektar á ástandi steypu í húsum og öðrum mannvirkjum.

Jarðtækni og grundun - Mannvit.is

Dæmi um prófanir á ferskri steypu og múr

Loftinnihald, sigmál, varmamyndun, vatns/sements tala, binditími o.fl.

 

Dæmi um prófanir á harðnaðri steypu og múr

 • Styrkur
  • Þrýstistyrkur
  • Kleyfnitogstyrkur
  • Beygjutogstyrkur
  • Fjaðurstuðull
 • Frostþol, loftinnihald og dreifing lofts
 • Þurrkrýrnun
 • Vatnsdrægni, rúmþyngd og vatnsþéttleiki
 • Klóríðinnihald steypu og klórleiðni
 • Brotorka og trefjainnihald sprautusteypu
 • Alkalívirkni, bæði múrstrendinga- og strendingapróf

 

Steypa í mannvirkjum 

 • Ástandsskoðun og skemmdagreining
 • Þykkt steypuhulu og staðsetning bendistanga
 • Sýnataka, t.d. með kjarnabor
 • Rakamælingar í steinsteypu á byggingarstað

Tengiliðir

Guðbjartur Jón Einarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc., burðarvirki

gje@mannvit.is

+354 422 3343

Guðrún Eva Jóhannsdóttir

Jarðfræðingur M.Sc. Rannsóknarstofa

gudruneva@mannvit.is

+354 422 3503

Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

Fagstjóri rannsóknarstofu

thh@mannvit.is

+354 422 3501