
Chalk fjaraðstoðarhugbúnaður - Ókeypis leyfi
Mannvit er samstarfsaðili PTC sem er leiðandi fyrirtæki á...
Mannvit hefur áratuga reynslu á sviði stjórnkerfa og stýringa fyrir stóriðju, iðnað af ýmsum toga, orkuver, raforkuflutning, byggingar, fráveitur, rafmagnsveitur, vatnsveitur og fleira. Fyrirtækið veitir alhliða þjónustu á þessu sviði s.s. þarfagreiningu, áætlanagerð, útboð, verkefnisstjórn, hönnun, sjálfvirkni, forritun, prófanir, gangsetningu, rekstrarhandbókum, þjálfun starfsmanna og aðstoð við rekstur.
Við önnumst ástandskönnun eldri stjórnbúnaðar og hættugreiningu vinnsluferla því tengda. Einnig býður Mannvit þjónustusamninga vegna reksturs stjórnkerfa.
Verkefnin eru af öllum stærðum, allt frá litlum iðntölvustýringum upp í kerfiráða stærstu orkufyrirtækja og eru jafnt innlend sem erlend.
Mannvit hefur einnig mikla reynslu af ráðgjöf vegna umfangsmikilla og mikilvægra stjórnkerfa í stóriðju og hjá orkufyrirtækjum sem þurfa að uppfylla strangar kröfur um rekstraröryggi.
Í samvinnu við sérfræðinga á öðrum sérsviðum Mannvits veitum við þverfaglega ráðgjöf um hönnun vinnsluferla og tilheyrandi stjórnkerfa og rekstur þeirra. Mörg stærri verkefni sviðsins eru unnin í náinni samvinnu við sérfræðinga Mannvits á svið fjarskipta, vélaverkfræði og á sviði sérhæfðrar hugbúnaðargerðar og ráðgjafar.
Þverfaglega ráðgjöf á sviði stjórnkerfa, einkum fyrir orkufyrirtæki og iðnað sem gera strangar kröfur um rekstraröryggi. Þjónustan nær allt frá þarfagreiningu til gangsetningar og reksturs.
Mannvit er viðurkenndur samstarfsaðili Rockwell Automation á Íslandi. Rockwell er leiðandi framleiðandi á stjórnbúnaði og hugbúnaði fyrir stjórnkerfi.
Impact Nutrition by Algaennovation