Sýnileikagreining

Mat á sjónrænum áhrifum framkvæmda er einn þáttur í mati á umhverfisáhrifum. Helstu spurningar sem leita þarf svara við tengdar sjónrænum áhrifum framkvæmda eru:

  • Hvaðan munu mannvirkin sjást?
  • Hversu mörg mannvirki verða sýnileg (t.d. háspennulínur)?

Landupplýsingakerfi nýtist vel við mat á sýnileika fyrirhugaðra mannvirkja og áhrifum þeirra á landslagið. Sérfræðingar Mannvits nota ArcGIS hugbúnaðinn til að greina sýnileika. Það felst meðal annars í því að kortleggja sjónlinur frá ákveðnum föstum punktum og meta þannig á einfaldan hátt sýnileika mannvirkja í landslaginu. 

Ársskýrsla Mannvits - Mannvit.is

Mannvit hefur yfir að ráða þekkingu og nýjustu tækni til myndrænnar framsetningar á breytingum sem verða og áhrifum mannvirkja á landslag. Þannig má blanda saman tölvuteiknaðari grafík og raunverulegu myndefni, hvort sem er um ljósmyndir eða videoupptökur að ræða, í þeim tilgangi að gefa raunsæja mynd fyrir og eftir framkvæmdir. Með þessu opnast möguleikar á rafrænni framsetningu á vef sem auðveldar hagsmunaaðilum, fagstofnunum og almenningi að kynna sér verkefni í undirbúningi.

Landupplýsingakerfi nýtast vel við mat á sýnileika fyrirhugaðra mannvirkja og áhrifum þeirra á landslag. 

Mannvit vinnur jafnframt myndbönd með tölvuteiknaðari grafík og raunverulegu myndefni til myndrænnar framsetningar á breytingum sem kunna að verða á landslagi. 

Tengiliðir

Sveinn Bjarnason

Grafískur hönnuður

sb@mannvit.is

+354 422 3058

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Guðrún Birna Sigmarsdóttir

Landslagsarkitekt M.Sc., Umhverfismál og sjálfbærni

gudrunbirna@mannvit.is

+354 422 3368

Play

Breikkun hringvegar (Suðurlandsvegar) áfangi 2