Umferðaröryggi

Mannvit sérhæfir sig í umferðaröryggi og umferðaröryggisgreiningum á öllum stigum hönnunar og skipulags. Í faghópi samgangna hjá Mannviti starfa sérhæfðir einstaklingar í umferðaröryggi þar sem áhersla er lögð á öryggi allra vegfarenda s.s. akandi, gangandi, hjólandi og ríðandi sem og öryggi tengdu almenningssamgöngum.

Sérfræðingar Mannvits eru vottaðir umferðaröryggisrýnar og hafa leyfi Vegagerðarinnar og Samgöngustofu til að starfa sem slíkir, t.d. við að gera umferðaröryggismat og umferðaröryggisrýni. Þá hafa þeir lokið námskeiði og prófi í vinnusvæðamerkingum í samvinnu við Vegagerðina og Reykjavíkurborg.

Geothermal Well Refurbishment District Heating RG 20 Reykjavik

Umferðaröryggisáætlun

Umferðaröryggisáætlun er hluti af samgönguáætlun og er hlutverk hennar að auka umferðaröryggi á Íslandi, fækka umferðarslysum og bæta umferðarmenningu.

Gerð umferðaröryggisáætlana sveitarfélaga felst í því að greina stöðuna hvað varðar umferðaröryggi, finna slysastaði, setja sér markmið og gera aðgerðaráætlun.

Mannvit hefur gert leiðbeiningar um gerð umferðaröryggisáætlana fyrir sveitarfélög í nánu samstarfi við Umferðarstofu og Vegagerðina auk þess sem samráð var haft við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilgangur leiðbeininganna er að útbúa ramma fyrir sveitarfélög sem nýtist þeim við vinnslu umferðaröryggisáætlana. Hér má finna leiðbeiningarnar sem einnig má nálgast á vef Samgöngustofu.

Almennt snýst umferðaröryggi um þá sýn að koma í veg fyrir banaslys og slys með alvarlegum meiðslum, óháð ferðamáta.

Tengiliðir

Albert Skarphéðinsson

Samgönguverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

albert@mannvit.is

+354 422 3028

Hörður Bjarnason

Vega- og umferðarverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

hb@mannvit.is

+354 422 3011