Umhverfisathuganir og rannsóknir
Mannvit býður upp á umhverfisathuganir, mælingar og rannsóknarþjónustu á ýmsum sviðum. Fyrirtækið hefur innan sinna raða, reynda og vel þjálfaða sérfræðinga, sem og allan nauðsynlegan búnað til að sinna verkefnum, einkum á sviði vatnamælinga, landmælinga, jarðfræði, landfræði, efnafræði og hljóðvistar. Sérfræðingar Mannvits veita einnig ráðgjöf við vöktunaráætlanir, skýrslugjöf til leyfisveitenda og umsjón með umhverfisvöktun og rannsóknum sem tengjast mengandi starfsemi og matsskyldum framkvæmdum. Þá er eftirfylgni að loknum framkvæmdum vaxandi þáttur í þjónustu Mannvits.

Innan Mannvits er víðtæk reynsla af umhverfisathugunum, rannsóknum og úrvinnslu mælinga. Sérfræðingar okkar veita ráðgjöf og hafa umsjón með framkvæmd rannsókna tengdum iðnaðarstarfsemi og öðrum framkvæmdum sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum, eru starfsleyfisskyldar eða þurfa að skila grænu bókhaldi. Sérfræðiþekking okkar er á eftirfarandi sviðum:
|
|
Mannvit veitir þjónustu við líkanreikninga sem tengjast spám um dreifingu mengunarefna sem berast til lofts, í yfirborðsvatn, grunnvatn eða sjó. Slíkar spár leggja mikilvægan grunn að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og leyfisumsóknum jarðhitavirkjana, vatnsaflsvirkjana, iðnaðarstarfsemi, vatnsöflunar, efnistöku, urðunar úrgangs og ýmissa annarra framkvæmda.
Einn liður í mati á umhverfisáhrifum er að afla gagna um grunnástand umhverfisins og leggja mat á hvaða umhverfisáhrif fyrirhuguð framkvæmd geti haft. Meðal þess sem er gert er kortlagning umhverfisþátta í landupplýsingakerfi, greining landslags, mat á sjónrænum áhrifum og kortagerð.
Markvissar umhverfisathuganir, mælingar og rannsóknir leggja grunn að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, leyfisveitingum og upplýsingagjöf til stjórnvalda.
Tengiliðir
Haukur Einarsson
Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni
haukur@mannvit.is
+354 422 3016
Bergrós Arna Sævarsdóttir
Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Umhverfismál
bergross@mannvit.is
+354 422 3614