Umhverfisfræðsla
Mannvit hefur innan sinna raða sérfræðinga með víðtæka þekkingu og reynslu í umhverfismálum. Í gegnum tíðina hafa starfsmenn Mannvits komið að fræðslu um umhverfismál hvort sem er í formi kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólastigi, eða sem þátttakendur í námskeiðshaldi um umhverfismál. Mannvit hefur einnig átt fulltrúa á ráðstefnum um umhverfismál og tengst rannsóknum á ýmsum umhverfisþáttum.

Mikilvægur þáttur í starfsemi Mannvits er stöðug þekkingaröflun og þjálfun sem gerir það að verkum að starfsmenn eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni hverju sinni. Í sumum þeirra verkefna sem unnin eru í umhverfismálum hjá Mannviti er þörf er á kynningu og fræðslu. Einnig hafa starfsmenn Mannvits á umhverfissviði verið fengnir til að halda fræðsluerindi um fjölbreytt málefni.
Mannvit hefur innan sinna raða sérfræðinga með víðtæka þekkingu og reynslu í umhverfismálum sem hafa í gegnum tíðina sinnt fræðslu um umhverfismál á námskeiðum og á ýmsum skólastigum.
Tengiliðir
Haukur Einarsson
Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni
haukur@mannvit.is
+354 422 3016