Umhverfisvöktun
Mannvit býður upp á umhverfisvöktun á ýmsum sviðum og veitir einnig ráðgjöf við gerð vöktunaráætlana, skýrslugjöf til leyfisveitenda og umsjón með umhverfisvöktun og rannsóknum sem tengjast mengandi starfsemi og matsskyldum framkvæmdum. Þá er eftirfylgni að loknum framkvæmdum vaxandi þáttur í þjónustu Mannvits. Fyrirtækið hefur innan sinna raða reynda og vel þjálfaða sérfræðinga sem og allan nauðsynlegan búnað til að sinna verkefnum, einkum á sviði vatnamælinga, landmælinga, efnafræði, loftgæða og hljóðvistar.

Innan Mannvits er víðtæk reynsla af umhverfisvöktun, umhverfisathugunum, rannsóknum og úrvinnslu mælinga. Sérfræðingar okkar veita ráðgjöf og hafa umsjón með framkvæmd rannsókna tengdum iðnaðarstarfsemi og öðrum framkvæmdum sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum, eru starfsleyfisskyldar eða þurfa að skila grænu bókhaldi. Sérfræðiþekking okkar er á eftirfarandi sviðum:
|
|
Umhverfisvöktun, eftirfylgni með framkvæmdum og skýrslugjöf til leyfisveitenda eftir að starfsemi hefst eru vaxandi þættir í þjónustu Mannvits.
Tengiliðir
Haukur Einarsson
Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni
haukur@mannvit.is
+354 422 3016