Upplýsingatækni
Mannvit veitir fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsingatækni sem sérsniðin er að þörfum orku- og iðnfyrirtækja og snýr að fjarskiptum, stjórnkerfum auk hugbúnaðar- og kerfisverkfræði.

Fjarskipti
Ráðgjöf á sviði fjarskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld auk þjónustu við fjarskiptafyrirtæki er eitt þjónustusviða fyrirtækisins. Við aðstoðum við úttektir, kostnaðar- og þarfagreiningar, hönnun, útboð, prófanir, gangsetningu kerfa og verkefnisstjórn.
Stjórnkerfi
Mannvit hefur áratuga reynslu á sviði stjórnkerfa m.a. fyrir stóriðju, iðnað af ýmsum toga, orkuver, flutningskerfi raforku, byggingar og veitur rafmagns, hita, vatns og frárennslis.
Hugbúnaður og kerfisverkfræði
Sérfræðingar Mannvits veita alhliða þjónustu á sviði sérhæfðrar hugbúnaðargerðar á tæknisviði. Einnig veitir Mannvit ráðgjöf um hugbúnaðarinnkaup og verkefnisstjórn við innleiðingu hugbúnaðar ásamt ráðgjöf um kerfisverkfræði stórra tæknikerfa með áherslu á rekstraröryggi.
Í samvinnu við önnur svið Mannvits leggjum við áherslu á þverfaglega ráðgjöf um hönnun vinnsluferla og tilheyrandi upplýsingatækni.
Fjarskiptaráðgjöf, stjórn- og upplýsingakerfi fyrir orku- og iðnfyrirtæki ásamt gagnaverum eru aðalsmerki upplýsingatæknisviðs.