Upplýsingatækni
Mannvit veitir fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsingatækni fyrir almenn fyrirtæki og einnig þjónustu sem er sérsniðin að þörfum orku- og iðnfyrirtækja sem nýta tengingar kerfa við skýjaþjónustur og gagnasöfnun auk tilheyrandi fjarskipta við stjórnkerfi, tölvukerfi og hugbúnað.

Tölvukerfi, ský, gagna- og hugbúnaðarlausnir
Það eru mikil tækifæri í framþróun lausna upplýsingatæknikerfa með tilkomu skýjavæðingar. Með því að nýta skýjaþjónustur er verið að fara úr fjárfestingum á tölvubúnaði yfir í mánaðarlegar greiðslur af því sem er notað. Þetta getur verið mikil kostur þar sem í upphafi er oft ekki ljóst hver búnaðarþörfin verður næstu misseri sem getur leitt til of- eða van-fjárfestingar. Með minkandi umfangi eigin vélbúnaðar er hægt að beina kröftum í auknu mæli í annað sem nýtist fyrirtækjum betur.
Mannvit býður fyrirtækjum upp á aðstoð og ráðgjöf við mat á hagkvæmni, kerfistilhögun og hugbúnaðarlausnum m.t.t. uppfærslna, öryggismála og skýjavæðingar. Hvað hentar til skýjavæðingar, óbreytt eða uppfært er verðugt verkefni fyrir þá sem líta til framtíðar í upplýsingatæknimálum.
Við hönnun á skýjalausnum hvort sem um kerfistilhögun, gagnasöfnun, birtingu gagna eða nýtingu hugbúnaðarlausna er að ræða, er gott að hafa trausta óháða og áreiðanlega samstarfsaðila sem geta tvinnað saman hagkvæmar tæknilegar lausnir og þarfir viðskiptavina.
Í kjölfar greininga veitir Mannvit ráðgjöf og aðstoð og verkefnisstjórn við innkaup og innleiðingu hugbúnaðar ásamt ráðgjöf og aðstoð við skýjavæðingu.
Fjarskipti
Mannvit veitir ráðgjöf á sviði fjarskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld auk þjónustu við fjarskiptafyrirtæki er eitt þjónustusviða fyrirtækisins. Við aðstoðum við úttektir, kostnaðar- og þarfagreiningar, hönnun, útboð, prófanir, gangsetningu kerfa og verkefnisstjórn.
Stjórnkerfi
Mannvit hefur áratuga reynslu á sviði stjórnkerfa m.a. fyrir stóriðju, iðnað af ýmsum toga, orkuver, flutningskerfi raforku, byggingar og veitur rafmagns, hita, vatns og frárennslis. Með samtvinnun hugbúnaðar og fjarskiptalausna má ná miklum árangir í nýtingu gagna sem safnað er í stjórnkerfum fyrirtækja. Mannvit hefur komið að lausnum sem miða að því að koma slíkri gagnaöflun upp í skýja lausnum og lausnum á búnaði verkkaupa.
Fjarskiptaráðgjöf, stjórnkerfi og upplýsingakerfi fyrir orkufyrirtæki og iðnfyrirtæki, ásamt gagnaverum eru aðalsmerki upplýsingatæknisviðs.
Helstu þjónustupunktar:
- Úttektir
- Kerfisuppbygging.
- Tölvukerfi.
- Netkerfi.
- Hugbúnaðarlausnir.
- Tilbúnar aðkeyptar.
- Heimagerðar.
- Hagkvæmnimat
- Uppfærslur núverandi kerfa.
- Í núverandi mynd.
- Í skýjavæðingu.
- Samtvinnuð lausn (Hybrid).
- Innleiðing nýrra lausna.
- Gagnamál
- Hvert og hvernig á að safna gögnum.
- Hvar eru gögnin geymd og hversu aðgengileg eru þau.
- Birting og úrvinnsla gagna.
- Tenging við stjórnbúnað.
- Hönnun / Forritun
- Nýsmíði.
- Viðbætur.
- Samhliðavinnslur.
- Innleiðing