Vatnamælingar

Vatnamælingar eru mikilvægur þáttur í hönnun og rekstri margskonar mannvirkja og geta varað allan líftíma verkefna, allt frá fyrstu undirbúningsrannsóknum þar til rekstri mannvirkja er lokið. Þær krefjast sérhæfðs búnaðar og talsverðrar þjálfunar mannskaps. Mannvit hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði vatnamælinga, úrvinnslu gagna og túlkun á mæliniðurstöðum. Mannvit á safn mælitækja sem þarf til vatnamælinga og vinnur stöðugt að þróun á mæliaðferðum og mælibúnaði. Þannig er leitast við að leysa verkefni með bestu fáanlegu tækni á hverjum tíma, innan kostnaðarmarka.

Áhersla er lögð á fjartengingu sírita en þannig eru tryggð bæði öruggari varðveisla gagna og markvissari vinna í verkefnum. Mæligögn eru varðveitt í gagnagrunnum og hefur verið fjárfest í viðamiklum vélbúnaði og hugbúnaði fyrir varðveislu og úrvinnslu tímaháðra gagna úr síritum. Mannvit rekur einnig vefsíðu þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að fylgjast með framgangi mælinga. Að jafnaði eru nærri 100 sjálfvirkar mælistöðvar í umsjón Mannvits en frá árinu 2006 hafa mælingar verið gerðar á yfir 400 stöðum og eru gögn úr nær öllum stöðvum aðgengileg í miðlægum gagnagrunni.

Þjónusta um vatnamælingar tengist beint Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmiði nr. 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, nr. 7 um sjálfbæra orku og  nr. 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. 

 

Þjónusta við mælingar og nánari lýsing:

 

- Borholumælingar
- Fráveitumælingar
- Grunnvatnsmælingar
- Rennslis- og aurburðarmælingar í opnum farvegum
- Rennslismælingar í lagnakerfum iðnfyrirtækja
- Sjávarfallamælingar

 

Sjálfbærni vatnsgæðamælingar Mannvit | Vatnamælingar

Mælingar á vatnafari eru lykilforsendur við hönnun mannvirkja eins og vatnsaflsvirkjana, fráveitu- og vegamannvirkja.  Vatnamælingar nýtast einnig við eftirlit með rekstri, t.d. sjávarútvegsfyrirtækja, fráveitu og urðunarstaða.

Tengiliðir

Sverrir Óskar Elefsen

Fagstjóri, Vatnsaflsvirkjanir

soe@mannvit.is

+354 422 3018

Lilja Oddsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

liljao@mannvit.is

+354 422 3062

Sif Guðjónsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

sif@mannvit.is

+354 422 3255

Bjarki Guðjónsson

Rafmagnstæknifræði, Vatnsaflsvirkjanir

bjarkig@mannvit.is

+354 422 3290

Jón Bergur Helgason

Véla- og orkutæknifræðingur B.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

jonbergur@mannvit.is

+354 422 3192

Play

Hvalárvirkjun - Myndband frá Vesturverk