
Búðarhálsstöð gangsett
Búðarhálssstöð var gangsett við hátíðlega athöfn í dag. B...
Frá upphafi hefur vinna við vatnsaflsvirkjanir verið mikilvægur þáttur í starfsemi Mannvits. Mannvit hefur unnið að undirbúningi eða framkvæmdum við flestar stærri vatnsaflsvirkjanir sem reistar hafa verið hér á landi eftir 1970. Starfsmenn Mannvits sinna öllum þáttum í undirbúningi og framkvæmdum vegna vatnsaflsvirkjana allt frá fyrstu frumáætlunum og rennslismælingum til þjónustu við gangsetningu og við prófun alls búnaðar. Sérfræðingar okkar hafa einnig séð um viðhald, endurnýjun og í sumum tilfellum endurbyggingu eldri mannvirkja, loka, stjórnbúnaðar og stjórnkerfa.
Fyrstu skref í undirbúningi
Sérfræðingar okkar vinna meðal annars mat á umhverfisáhrifum og sjá um skipulag margvíslegra rannsókna því tengdu auk þess að aðstoða við öflun tilskilinna leyfa frá opinberum aðilum. Ýmsar undirbúningsrannsóknir, svo sem jarðfræði- og jarðtæknilegar úttektir og rannsóknir, eru hluti af sérfræðiþekkingu okkar. Þar njótum við góðs af því að starfrækja eigin rannsóknarstofu sem fæst meðal annars við rannsóknir á steinsteypu, bergi og jarðvegi. Sérfræðingar Mannvits á sviði vatnamælinga taka að sér hefðbundin verkefni svo sem veðurfars- og rennslismælingar og túlkun þeirra en þeir hafa jafnframt leyst af hendi óvenjulegri verkefni svo sem sjálfvirka fjarvöktun ísmyndunar í árfarvegi.
Áætlanagerð, verkhönnun og eftirlit
Sérfræðingar Mannvits hanna stíflur, jarðgöng, yfirföll, inntök, stöðvarhús og skurði ásamt því að framkvæma straumfræðilega útreikninga, reikna burðarþol mannvirkja og gera jarðskjálftagreiningu eftir því sem við á hverju sinni. Þeir áætla stofnkostnað, fjármagnskostnað og mannaflaþörf auk þess að gera framkvæmdaáætlanir og leggja mat á arðsemi einstakra framkvæmda.
Auk þess að sjá um eftirlit með framleiðslu á búnaði, uppsetningu, prófanir og gangsetningu hefur Mannvit séð um hönnun á þrýstipípum, inntaksristum, lokum og búnaði þeim tengdum. Útboð á vél- og rafbúnaði, stjórnkerfi virkjana og eftirlit. er einnig meðal þess sem sérfræðingar Mannvits fást við.
Verkefnastjórn og lokafrágangur
Verkefnisstjórn, hönnun, útboðsgögn, aðstoð við samningagerð, hönnunarrýni, framkvæmdaeftirlit er einnig hluti af sérfræðiþekkingu starfsmanna okkar.
Öll þjónusta á einum stað. Mannvit hefur tekið þátt í því að hanna smávirkjanir í Noregi, Grænlandi og á Íslandi – frá undirbúningi til lokaframkvæmda og tengingar við dreifikerfi raforku.