Vatnsveitur

Mannvit býr yfir áratuga reynslu af skipulagi og hönnun vatnsveitna.  Má þar t.d. nefna vatnsöflun, hönnun aðveitukerfa og dreifikerfa og hönnun dælustöðva. Einnig hefur fyrirtækið komið að uppsetningu á innri eftirlitskerfum fyrir veitur ásamt ýmsum skipulagsmálum tengdum vatnsverndarsvæðum.

Þjónusta við vatnsveitur:

  • Skipulagsmál tengd vatnsverndarsvæðum
  • Jarðfræðirannsóknir vegna vatnsöflunar
  • Kerfisgreiningar veitna í tölvulíkönum
  • Forhönnun og hönnun kerfa, dælustöðva, lagna og miðlunargeyma
  • Gerð útboðsgagna, verkefnastjórnun og eftirlit með framkvæmdum
  • Prófun og gangsetning dælustöðva og stjórnkerfa
  • Uppsetning á innra eftirlitskerfi vatnsveitu
  • Mælingar í vatnsveitukerfum
  • Viðhald og endurnýjun kerfa
Veitur - Mannvit.is

Kerfisgreining vatnsveitu

Með kerfisgreiningu er líkt eftir veitunni í tölvulíkani svo hægt sé að svara ýmsum spurningum eins og;

- Hvaða áhrif hefur nýtt hverfi á núverandi veitu?

- Annar vatnsveitan slökkvivatnsþörf við rafmagnsleysi?

- Hvað gerist ef mengunarslys verður í vatnsbóli eða vatnsmiðlun?

- Hvernig verða gæði neysluvatnsins best tryggð?

- Er hægt að lækka rekstrarkostnað?

 

Mannvit notar hugbúnaðinn WaterCAD  við kerfisgreiningar á vatnsveitum. Niðurstöður kerfisgreininga eru síðan notaðar til ákvörðunar um hugsanlegar úrbætur, breytingar og viðbætur.

 

Vatnamælingar og skyld rannsóknarþjónusta fyrir vatnsveitur

Mannvit býður uppá víðtæka þjónustu á sviði vatnamælinga og skyldrar rannsóknarþjónustu.   Einkum er um að ræða mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum og mengun til að fylgjast með gæðum vatnsins.

Áratuga reynsla af vatnsveitum af öllum stærðum með áherslu á sjálfbærar og hagkvæmar lausnir sem uppfylli jafnframt strangar kröfur um vatnsgæði og rekstraröryggi.  Þjónustan nær allt frá og kerfisgreiningu, rennslisútreikninga, umhverfismats, hönnunar, gangsetningar, reksturs og mælinga.

Tengiliðir

Brynjólfur Björnsson

Fagstjóri veitna

bb@mannvit.is

+354 422 3017

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðarferla

gunnarsv@mannvit.is

+354 422 3088

Kári Óttarsson

Vélaverkfræðingur M.Sc., Vélbúnaður og efnaferli

kari@mannvit.is

+354 422 3604

Jón Jónsson

Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Stjórnkerfi

jon@mannvit.is

+354 422 3456

Ýmis verkefni við vatnsveitur

 

Hönnun miðlunargeyma fyrir vatnsveitur:
  • 5.000 m3 fyrir Vatnsveitu Hafnarfjarðar (2008).
  • 4.000 m3 fyrir Vatnsveitu Kópavogs (2006)
  • 1.000 m3 fyrir Vatnsveitu Kópavogs (2006)
  • 1.300 m3 fyrir Vatnsveitu Reyðarfjarðar / Fjarðabyggð (2005)
  • 1.000 m3 fyrir Vatnsveitu Fáskrúðsfjarðar / Fjarðabyggð (2019)
  • 500 m3 fyrir Vatnsveitu Neskaupstaðar / Fjarðabyggð (2020)
Hönnun dælustöðva fyrir vatnsveitur:
  • 200 l/s fyrir Landsvirkjun á Þeistareykjum (2016).
  • 1000 l/s fyrir ON (6 dælur), Hellisheiði – Engidalur, byggt upp í þrepum (2006-2009).
  • 2600 l/s fyrir ON (6 dælur), Nesjavellir – Grámelur, byggt upp í þrepum (1991-2006)
  • 90 l/s fyrir Vatnsveitu Kópavogs, Tröllakór (2006)
  • 450 l/s fyrir Vatnsveitu Kópavogs, Vatnsendakrikar (2005)
  • 110 l/s fyrir Vatnsveitu Norðfjarðar/ Fjarðabyggð, Naumimelur í Fannardal (2005)
  • 90 l/s fyrir Vatnsveitu Reyðarfjarðar / Fjarðabyggð (2005).
  • ...Auk fjölda annarra minni dælustöðva.

 

Víðtæk reynslu af hönnun stofnkerfa og dreifikerfa vatnsveitna:
  • Fjölmörg verkefni fyrir Vatnsveitu Kópavogs frá 2004. Höfum m.a. verið ábyrg fyrir öllum greiningum í dreifkerfinu (Water Cad) til ákvörðunar á stærðun lagna, staðsetningu brunahana, þrýstisónuskiptingu o.fl.
  • Stofnlagnaverkefni fyrir Veitur við endurnýjun veitukerfa Reykjanesbraut-Rafstöðvarvegur. 
  • Dreifkerfi Úlfársdals II og IV fyrir OR (nú Veitur) (2005-2008).
Play

WaterCAD - Kynningarvideo hugbúnaðar fyrir vatnsveitur