
Aukin vatnsvinnsla í Vatnsendakrikum í Heiðmörk
Veitur ohf. áforma að virkja þrjár borholur sem þegar eru...
Mannvit býr yfir áratuga reynslu af skipulagi og hönnun vatnsveitna. Má þar t.d. nefna vatnsöflun, hönnun aðveitukerfa og dreifikerfa og hönnun dælustöðva. Einnig hefur fyrirtækið komið að uppsetningu á innri eftirlitskerfum fyrir veitur ásamt ýmsum skipulagsmálum tengdum vatnsverndarsvæðum.
Með kerfisgreiningu er líkt eftir veitunni í tölvulíkani svo hægt sé að svara ýmsum spurningum eins og;
- Hvaða áhrif hefur nýtt hverfi á núverandi veitu?
- Annar vatnsveitan slökkvivatnsþörf við rafmagnsleysi?
- Hvað gerist ef mengunarslys verður í vatnsbóli eða vatnsmiðlun?
- Hvernig verða gæði neysluvatnsins best tryggð?
- Er hægt að lækka rekstrarkostnað?
Mannvit notar hugbúnaðinn WaterCAD við kerfisgreiningar á vatnsveitum. Niðurstöður kerfisgreininga eru síðan notaðar til ákvörðunar um hugsanlegar úrbætur, breytingar og viðbætur.
Mannvit býður uppá víðtæka þjónustu á sviði vatnamælinga og skyldrar rannsóknarþjónustu. Einkum er um að ræða mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum og mengun til að fylgjast með gæðum vatnsins.
Áratuga reynsla af vatnsveitum af öllum stærðum með áherslu á sjálfbærar og hagkvæmar lausnir sem uppfylli jafnframt strangar kröfur um vatnsgæði og rekstraröryggi. Þjónustan nær allt frá og kerfisgreiningu, rennslisútreikninga, umhverfismats, hönnunar, gangsetningar, reksturs og mælinga.
WaterCAD - Kynningarvideo hugbúnaðar fyrir vatnsveitur