Vegir

Mannvit hefur átt mikinn þátt í gerð gatna, þjóðvega og samgöngumannvirkja um land allt. Skipulag og hönnun vega og gatna er á meðal þeirrar þjónustu sem Mannvit hefur veitt Reykjavíkurborg, Vegagerðinni, vegagerðinni í Noregi (Statens vegvesen) og ýmsum borgum, bæjum og sveitarfélögum á Íslandi og í Noregi.  

Apríl 2013 Laugavegur - Mannvit.is

Sérfræðingar Mannvits hafa unnið að öllum gerðum samgöngumannvirkja, þ.á m. stofnbrautum, íbúðagötum, þjóðvegum, hjóla- og göngustígum, göngum og brúm. Fyrirtækið hefur þekkingu og reynslu af öllum stigum vega- og gatnagerðar, einnig hönnunar, allt frá hugmyndavinnu til viðhalds og rekstrar. Starfsmenn Mannvits búa einnig yfir þekkingu og reynslu af mati á umhverfiáhrifum samgönguframkvæmda , verkefnastjórnun og eftirliti  á meðan á framkvæmdum stendur.

Sérþekking á sviði umferðar- og samgönguhönnunar ásamt samþættingu umhverfis- og jarðtæknirannsókna og verkeftirlits tryggir viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd.

Tengiliðir

Ólöf Kristjánsdóttir

Fagstjóri Samgöngur

olof@mannvit.is

+354 422 3320

Viðar Jónsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

vidar@mannvit.is

+354 422 3753

Hörður Bjarnason

Vega- og umhverfisverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

hb@mannvit.is

+354 422 3011

Sigurður Bjarnason

Byggingarverkfræðingur M.Sc.

sigurdur.b@mannvit.is

+354 422 3048

Albert Skarphéðinsson

Samgönguverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

albert@mannvit.is

+354 422 3028