Veitur

Mannvit býður upp á víðtæka þjónustu við skipulag og hönnun veitumannvirkja. Hvort sem um er að ræða fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, rafveitur eða gagnaveitur þá búa sérfræðingar fyrirtækisins að áratuga reynslu á öllum sviðum veitumála, s.s. við hönnun lagna, vélbúnaðar, stýringa og fjarvöktunar, kerfisgreiningar, rennslisútreikninga og mælingar.

Veitur - Mannvit.is

Í samstarfi við opinbera jafnt sem einkaaðila hefur Mannvit sinnt fjölmörgum verkefnum af öllum stærðum og gerðum á sviði vatns- og hitaveitumála. Má þar t.d. nefna vatnsöflun, hönnun aðveitu- og dreifikerfa og hönnun dælustöðva. Einnig hefur fyrirtækið komið að uppsetningu á innri eftirlitskerfum fyrir veitur ásamt ýmsum skipulagsmálum tengdum vatnsverndarsvæðum.

Ráðgjafar fyrirtækisins hafa einnig unnið forathuganir fyrir jarðvarmaveitur á köldum svæðum, sem er forsenda leitar að heitu vatni víða um land, og jafnframt tekið þátt í mörgum þessara verkefna.

Á sviði fráveitumála hefur Mannvit sinnt fjölmörgum verkefnum í samstarfi við opinbera aðila og einkaaðila. Þar má t.d. nefna hönnun fráveitulagna, útrása, skólpdælu- og hreinsistöðva, hreinsun ofanvatns, hermun lagnakerfa, fóðrun fráveitulagna og tilraunir með náttúruleg fráveitukerfi.

Mannvit hefur mikla reynslu í hönnun rafveitna, m.a. hönnun almennra raflagna, götu- og gangstígalýsinga og lagnakerfa fyrir gagnaveitur.

Ráðgjöf og þjónusta tengd veitum er m.a.:

  • Skipulagsmál tengd vatnsverndarsvæðum
  • Uppsetning á innra eftirlitskerfi veitna
  • Jarðfræðirannsóknir vegna vatnsöflunar
  • Viðhald og endurnýjun kerfa
  • Vatnamælingar og skyld rannsóknarþjónusta
  • Kerfisgreiningar veitna í tölvulíkönum
  • Prófun og gangsetning dælustöðva,stjórnkerfa og fjarvöktunar
  • Útboðsgögn og eftirlit með framkvæmdum
  • Hönnun lagna, vélbúnaðar, mannvirkja og stjórnkerfa

Mannvit hefur áratuga reynslu á öllum sviðum veitumála s.s. við hönnun, kerfisgreiningar, rennslisútreikninga og mælingar.

Tengiliðir

Brynjólfur Björnsson

Fagstjóri veitna

bb@mannvit.is

+354 422 3017

Sverrir Óskar Elefsen

Fagstjóri, Vatnsaflsvirkjanir

soe@mannvit.is

+354 422 3018

Jón Jónsson

Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Stjórnkerfi

jon@mannvit.is

+354 422 3456

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðarferla

gunnarsv@mannvit.is

+354 422 3088

Stjórnkerfi

Mannvit hefur áratuga reynslu á sviði stjórnkerfa fyrir hvers kyns veitur s.s. ráðgjöf, áætlanagerð, útboð, verkefnisstjórn, hönnun, forritun, prófanir, gangsetningu, rekstrarhandbækur, þjálfun starfsmanna og aðstoð við rekstur. 

Mannvit býður þjónustusamninga vegna reksturs stjórnkerfa. Verkefnin eru af öllum stærðum, allt frá litlum iðntölvustýringum upp í kerfiráða orkufyrirtækja. Fyrirtækið hefur mikla þekkingu af ráðgjöf vegna umfangsmikilla stjórnkerfa sem uppfylla strangar kröfur um rekstraröryggi.

Kerfisgreining vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu

Með kerfisgreiningu er líkt eftir veitunni í tölvulíkani svo hægt sé að svara ýmsum spurningum eins og;

  • Hvaða áhrif hefur nýtt hverfi á núverandi veitu?
  • Annar vatnsveitan slökkvivatnsþörf við rafmagnsleysi
  • Hvað gerist ef mengarslys verður í vatnsbóli eða vatnsmiðlun?
  • Er hægt að lækka rekstrarkostnað?
  • Við hvaða aðstæður er hætta á að það flæði uppúr fráveitumkerfum inn í kjallara eða upp á yfirborð?

Mannvit notaðu hugbúnaðinn WaterCAD við kerfisgreiningar á vatnsveitum og hitaveitum og MIKE URBAN við kerfisgreiningar á fráveitum. Niðurstöður kerfisgreininga eru síðan notaðar til ákvörðunar um hugsanlegar úrbætur, breytingar og viðbætur.

Vatnamælingar og skyld rannsóknarþjónusta

Mannvit býður uppá víðtæka þjónustu á sviði vatnamælinga og skyldrar rannsóknarþjónustu. Einkum er um að ræða mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum vatns en einnig aðrar mælingar sem nauðsynlegar eru við úrlausn verkefna hverju sinni, t.d. veðurmælingar.