Verkefna- og byggingarstjórnun

Verkefnastjórnun og byggingarstjórnun er víðfeðmt svið þar sem ráðgjafar Mannvits taka að sér stjórnun verkefna að hluta eða í heild, allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Mannvit-2018-Day1_DSC1131-14.jpg

Nútíma verkefnastjórnun felur í sér markvissan undirbúning, áætlanir, greiningu áhættuþátta og áhættustýringu, innkaup, framkvæmd, verkefnagát, uppgjör og verklok. Markviss verkefnastjórnun tryggir heildaryfirsýn á öllum stigum undirbúnings og framkvæmda og skapar betri möguleika á því að einstaka verkþættir og verkefnið í heild haldist innan skilgreinds tíma- og kostnaðarramma. Mannvit sinnir verkefnastjórnun margra og fjölbreyttra verkefna, allt frá einföldum þróunarverkefnum til flókinna framkvæmdaverkefna. Mannvit tekur einnig að sér heildarumsjón verkefna (EPCM).

Lögð er rík áhersla á að greina áhættuþætti í verkefnum og fyrirbyggjandi eftirlit þar sem sérfræðingar okkar rýna kostnaðar- og tímaáætlanir, hönnun, verklýsingar, tilboð, verksamninga, verktilhögun o.fl. áður en framkvæmdir hefjast.

Verkefna- og byggingarstjórnun ýmissa framkvæmda, hvort sem um ræðir einföld þróunarverkefni eða flókin framkvæmdaverkefni.

Byggingarstjórnun

Byggingarstjórnun er einn liður verkefnastjórnunar og er skilgreint hlutverk samkvæmt lögum. Ráðgjafar okkar annast byggingarstjórnun fjölmargra framkvæmda á sviði húsbygginga, vega- og brúargerðar, veituframkvæmda og stóriðjuframkvæmda. Sérfræðingar okkar önnuðust m.a. byggingarstjórnun við byggingu Norðuráls á Grundartanga, Fjarðaáls á Reyðarfirði og Smáralindar í Kópavogi.

Tengiliðir

Ásmundur Magnússon

Byggingartæknifræðingur B.Sc. Innkaup

asi@mannvit.is

+354 422 3361

Ólafur Vignir Björnsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Verkefnagát

olafurvb@mannvit.is

+354 422 3165

Ásgeir Kristinn Sigurðsson

Fagstjóri Rafkerfi

asgeirkr@mannvit.is

+354 422 3426