Verkefnastjórnun og verkefnagát

Mannvit býður uppá verkefnastjórnun á öllum stigum framkvæmda. Mannvit sinnir verkefnastýringu margra og fjölbreyttra verkefna, tengt verkfræðilegri hönnun en einnig á öðrum sviðum, allt frá þróunarverkefnum til framkvæmdaverkefna þar sem þekking og reynsla verkefnisstjóra Mannvits spannar breitt svið.

Markviss verkefnastýring tryggir heildaryfirsýn á öllum stigum verkefnis frá undirbúningi, í hönnunarfasa og yfir framkvæmdartímann og skapar betri möguleika á því að einstaka verkþættir og verkefnið í heild haldist innan skilgreinds tíma- og kostnaðarramma með skilgreindu umfangi og gæðum. Í krefjandi umhverfi er mikilvægt að hafa öfluga verkefnisstjórn.

Verkefnastjórnun

Verkefnastjóri vinnur í samvinnu með viðskiptavinum og hagsmunaaðilum verkefnisins að skilgreindu markmiði. Verkefnastjóri sér m.a. um gerð og eftirfylgni áætlana (t.d. verk-, tíma-, mannafla- og kostnaðaráætlanir), skilgreiningu á umfangi verkefnisins og einstökum verkþáttum, skipulag og upplýsingagjöf til allra hagsmuna aðila, meta og skoða áhættu og tækifæri, breytingastjórnun, tryggja gæði og stuðla að opnum samskiptum í verkefnateyminu. Verkefnisstjóri vinnur með verkfæri úr verkfærakistu verkefnisstjórans. Í verkfærakistunni eru þaulreyndir ferlar, sniðmát, flæðirit og forrit sem verkefnisstjórinn velur fyrir hvert verkefni.

Rýni og mat á gögnum jarðhitasvæða - Mannvit.is

Verkefnagát

Verkefnagát er vaxandi þáttur í starfsemi Mannvits. Verkefnagát er hluti af verkefnisstjórn og sér m.a.  um gerð og eftirfylgni með áætlunum og mat á verkframvindu. Metin er framvinda sem veitir upplýsingar um unnið virði (earned value), þ.e. hvar verkefnið er statt miðað við kostnaðar- og tímaáætlanir. Reiknaðir eru frammistöðuvísar kostnaðar (CPI, Cost Performance Index) og tímaáætlunar (SPI, Schedule Performance Index), þ.e. hvort verkefnið er undir eða yfir kostnaðar- og tímaáætlun.  Útreikningur á hver verður líklegur endanlegur kostnaður og verklok verkefnisins er gerður reglulega á meðan verkefnið stendur yfir.

Aukin eftirspurn er eftir þjónustu verkefnagátar frá lánastofnunum, sem setja í ríkara mæli kröfu um verkefnagát á þau verk sem þær fjármagna.

Nákvæm greining veitir aukið gagnsæi og gefur upplýsingar til að grípa til ráðstafana strax ef verkefnið beygir af leið.

Tengiliðir

Jóhanna Ásta Vilhjálmsdóttir

Fagstjóri verkefnastjórnun

johannav@mannvit.is

+354 422 3234

Erlingur Þorkelsson

Verkefnastjóri, Verkefnagát og innkaup

erlingurth@mannvit.is

+354 422 3243

Christian Schröter

Byggingarverkfræðingur M.Sc., Verkefnagát

christian@mannvit.is

+354 422 3310

Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir

Iðnaðarverkfræðingur M.Sc., Verkefnastjórnun og verkefnagát

johannat@mannvit.is

+354 422 3348