Vinnuvernd

Starfsmenn allra fyrirtækja eiga rétt á góðu og öruggu vinnuumhverfi. Það færist einnig í aukana að fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendis beini viðskiptum sínum til þeirra sem eru með vinnuverndar-, umhverfis- og öryggismál í lagi.

Mannvit veitir þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum og hefur viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem fullgildur þjónustuaðili.

vinnuvernd

Starfsmenn allra fyrirtækja eiga rétt á góðu og öruggu vinnuumhverfi.

Hver ber ábyrgðina í þínu fyrirtæki?

Atvinnurekandi ber ábyrgð á að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna sinna ásamt því að starfsmenn geti unnið störf sín á þann hátt að ekki stafi hætta af. Samkvæmt lögum nr.  46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum ber atvinnurekanda að sjá til þess að starfsmenn búi við gott og öruggt vinnuumhverfi.

Tengiliðir

Þór Tómasson

Efnaverkfræðingur, M.Sc.

thort@mannvit.is

+354 422 3225

Ársæll Þorsteinsson

Vélaverkfræðingur C.Sc. Vélbúnaður og efnaferli

arsaell@mannvit.is

+354 422 3760

Alma D. Ívarsdóttir

Fagstjóri, Bættar byggingar

almai@mannvit.is

+354 422 3065

Áhættumat starfa

Með áhættumati eru áhættur sem fylgja viðkomandi starfsemi kortlagðar. Áhættuþættir eru dregnir fram og metnar líkur á að starfsmaður verði fyrir heilsutjóni eða slysi á vinnustað. Áhættumat leggur grunn að markvissum aðgerðum sem lágmarka áhættur á sem hagkvæmastan hátt. 

Áhættumat leggur grunn að heilbrigðis- og öryggisáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðum. Með auknum öryggisráðstöfunum er dregið úr líkum á slysum og kostnaði vegna þeirra. Kostnaðarliðir geta verið eignatjón, umhverfisspjöll, rekstrarstöðvun, skert ímynd fyrirtækis, tryggingakostnaður og skaðabætur.

Mannvit hefur reynslu í að veita ráðgjöf og aðstoða fyrirtæki við áhættumat og áætlanir um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum. Við innleiðingu á nýjum áherslum og breyttum hugsunarhætti skiptir máli að fræða starfsmenn um af hverju þetta skiptir máli og fá starfsfólkið með í að þróa og taka þátt í að móta kerfið.

 

Eigið eldvarnareftirlit

Atvinnurekandi ber ábyrgð á eigin brunvörnum en þær eru einn stærsti áhættuþátturinn varðandi öryggi fyrirtækja. Með því að taka upp eigið eldvarnareftirlit minnkar stórlega hættan á því að upp komi eldur í fyrirtækinu og ef eldur verður laus minnka líkur á mannskaða, rekstrarstöðvun og eignatjóni. Mannvit hefur aðstoðað bæði lítil og stór fyrirtæki við uppsetningu eigin eldvarnareftirlits.

 

Hljóðvist og hljóðtækni

Mannvit hefur yfir að ráða stærsta og fullkomnasta safni hljóðmælitækja á landinu. Innan fyrirtækisins er þekking og áratuga reynsla af lausn hljóðvistarvandamála. Fjöldi verkefna hefur verið unnin fyrir fyrirtæki og stofnanir sem og fyrir einstaklinga sem spanna allt frá hönnun hljóðvistar stórhýsa og mati á umhverfisáhrifum vegna stórframkvæmda til einangraðra vandamála í heimahúsum.

 

Inniloft

Mannvit framkvæmir úttektir á loftgæðum vinnustaða. Niðurstöður byggja á mælingum á loftgæðum og úttekt á loftræsti-, hita- og kælikerfum. Einnig er boðið upp á að kanna viðhorf starfsmanna til hita- og loftgæða á vinnustaðnum.

 

Úttektir og eftirlit með öryggismálum

Mannvit býður upp á reglulegar úttektir á öryggismálum, bæði á vinnustöðum og framkvæmdasvæðum. Slíkar úttektir hafa mikið forvarnargildi og auka öryggisvitund starfsmanna. Meðal atriða sem fylgst er með í úttektum eru aðgengi og afmörkun svæða, neyðarviðbúnaður, persónuhlífar, vélbúnaður, vinnuumhverfi, lageröryggi, réttindi og leyfi.