Vottanir - Sjálfbærar byggingar og skipulag

Áhersla á vistvænar lausnir, sjálfbærar byggingar og sjálfbærni í skipulagi og mannvirkjagerð eykst stöðugt og verða þær sífellt mikilvægari þáttur í hágæða hönnun þar sem lögð er sérstök áhersla á heilsu og vellíðan notenda og það að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Lífsferilsgreining Vistferilsgreining LCA

Vistvæn hönnun

Hjá Mannviti starfar hópur reynslumikilla sérfræðinga sem býr yfir mikilli þekkingu við hönnun og vottun sjálfbærra mannvirkja. Mannvit hefur komið að fjölda verkefna annarsvegar sem hönnuður og hins vegar sem matsaðili að sjálfbærum verkefnum sem hlotið hafa BREEAM vottun. Sem dæmi má nefna var Mannvit matsaðili að BREEAM Communities vottun Urriðaholts í Garðabæ, Vífilsstaðalands, Orkumúli við Ármúla og Suðurlandsbraut og hönnuður að byggingum með BREEAM International New Construction vottun. Þar má nefna nýjan Kársnesskóla sem er fyrsta skólabyggingin á Íslandi til að hljóta Svansvottun. Mannvit býður einnig uppá BREEAM vottun við endurnýjun bygginga.

Vistvænar byggingar

Vistvæn bygging verður ekki vistvæn af sjálfu sér, rétt hönnun og rekstur eru nauðsynleg til að ná fullum ávinningi. Það er því mikilvægt að strax á hönnunarstigi sé skilgreint hvaða kröfur skuli gerðar til frammistöðu byggingarinnar og þeim fylgt eftir við hönnun, framkvæmdir og rekstur byggingarinnar.

Með BREEAM International staðlinum eru skilgreindar kröfur til visthæfis bygginga.

BREEAM vottun bygginga

Með BREEAM vottun fyrir byggingar er hægt að votta visthæfi nýrra bygginga, endurnýjunar eða stækkunar fyrirliggjandi bygginga. BREEAM vottunin og aðferðarfræðin bakvið hana gerir framkvæmdaaðilum kleift að meta, bæta og sýna fram á umhverfislegan ávinning í byggingum á kerfisbundinn hátt. Helstu þættir sem eru skoðaðir við BREEAM vottun bygginga eru eftirfarandi:

  • Orka
  • Mengun
  • Heilsa og vellíðan
  • Samgöngur
  • Efnisval
  • Úrgangur
  • Umhverfisstjórnun
  • Vatn
  • Landnotkun og vistfræði
  • Nýsköpun

 

Svansvottun

Svanurinn er norrænt vottunarkerfi sem nýverið hefur tekið upp vottanir á byggingar en er hægt að fá einbýli, fjölbýli, skóla og leikskóla vottaða samkvæmt Svaninum. Svanurinn leggur áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum byggingar og bæta auðlindanýtingu. Mannvit veitir verktökum og fasteignafélögum ráðgjöf við Svansvottun bygginga.

Tengiliðir

Ólöf Kristjánsdóttir

Fagstjóri Samgöngur

olof@mannvit.is

+354 422 3320

Bergrós Arna Sævarsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Umhverfismál

bergross@mannvit.is

+354 422 3614

María Stefánsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni

mas@mannvit.is

+354 422 3026

Vistvæn hverfi og skipulag

Líkt og með byggingar er mikilvægt að byrja að huga að vistvæni og sjálfbærni hverfa strax á skipulagsstiginu. BREEAM Communities staðallinn nær yfir hverfi eða afmörkuð svæði þar sem mörg mannvirki eru staðsett. Markmiðið með staðlinum er að hjálpa hönnunarteymi, framkvæmdaaðilum og skipulagsaðilum að bæta, mæla og sjálfstætt votta sjálfbærni hverfis á hönnunar- og skipulagsstigi. Mikil áhersla er lögð á að hafa áhrif á sjálfbærni á fyrstu stigum verkefna gegnum þátttöku almennings, stefnumörkun fyrir svæðið sem um ræðir og hönnun. Efnisflokkar sem lagt er mat á í BREEAM Communities eru eftirfarandi:

  • Samráð og stjórnun
  • Félagsleg og efnahagsleg velferð
  • Auðlindir og orka
  • Landnotkun og vistfræði
  • Samgöngur og hreyfing

 

BREEAM Infrastructure vottun innviða

Líkt og hægt er að votta byggingar og skipulag er hægt að fá vottun á innviði, s.s. vegi, rafmagnslínur, virkjanir, fráveitukerfi ofl. BREEAM Infrastructure vottunin er í eigu BRE og hét áður CEEQUAL. Í dag hafa fjölmörg innviðaverkefni í Bretlandi og á Norðurlöndunum hlotið BREEAM Infrastructure (CEEQUAL) vottun. Aðferðarfræðin aðstoðar verkefnateymi við að lágmarka neikvæð áhrif innviða verkefna, stórra sem smárra, og auka jákvæð áhrif eins og hægt er. Þeir efnisflokkar sem skoðaðir eru við BREEAM Infrastructure vottun innviða eru eftirfarandi:

  • Verkefnisstjórnun
  • Landslag og menningarminjar
  • Seigla/Sveigjanleiki
  • Mengun
  • Samfélag og hagsmunaaðilar
  • Efnisnotkun
  • Landnotkun og vistfræði
  • Orka og kolefni í rekstri
  • Orka og kolefni í framkvæmd
  • Samgöngur
  • Vatnsnotkun

 

 

Sjálfbærar byggingar eru verðmætari samkvæmt 64% þeirra 400 fyrirtækja á Norðurlöndum og Bretlandi á sviði arkitektúrs, fasteignaþróunaraðila, verktaka og fjárfesta sem tóku þátt í markaðskönnun á sjálfbærni bygginga árið 2019 og framkvæmda var af Mannvit og Ramboll. Niðurstöður könnunarinnar má nálgast í útgefið efni á vef Mannvits.

Sustainable Buildings Market Study 2019

Ramboll & Mannvit