Öll verkfræðiráðgjöf á einum stað

Mannvit er þekkingarfyrirtæki sem veitir ráðgjöf á sviði verkfræði, tækniþjónustu og nýsköpunar. Hjá okkur starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Mannvit veitir trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á hálfrar aldar þekkingu og reynslu.

Við erum sérhæfð í þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála, upplýsingatækni og byggingarefnarannsókna. Við tökum að okkur verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefna. Þjónustunni er skipt í þrjá kjarna: orku, iðnað og mannvirki.

Kjarnastarfsemi

Tekjuskipting 2016

Orka

Iðnaður

Mannvirki

Starfsemi Mannvits er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001.

16 skrifstofur í 6 löndum

Mannvit var stofnað árið 1963 og er að fullu í eigu starfsmanna. Aðalskrifstofa Mannvits er að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi. Að auki rekum við átta starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Erlendar skrifstofur eru í Noregi, Þýskalandi, Grænlandi, Síle og Ungverjalandi.

Mannvit rekur vel útbúnar rannsóknar- og prófunarstofu að Víkurhvarfi 8 í Kópavogi. Þar eru gerðar athuganir á jarðefnum, stáli, gasi, bergi og steinsteypu.

 

Alþjóðlegt teymi

 

Mannvit er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem starfar í Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, Asíu og Austur Afríku. Hjá okkur starfar alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem kappkostar að tryggja arðsemi verkefna viðskiptavina með áherslu á öryggi, umhverfi og fagmennsku.

Dótturfélög Mannvits á sviði verkfræðiþjónustu eru HRV verkfræðistofa og Vatnaskil á Íslandi, GTN GmbH í Þýskalandi og GTN LA í Síle.