Gleði eykur starfsánægju

sem skilar sér til viðskiptavina

Af hverju Mannvit?

Mannvit er þekkingarfyrirtæki sem starfar á alþjóðamarkaði og byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði. Hjá Mannviti færð þú tækifæri til að skara fram úr og vinna í umhverfi sem byggir á traustum grunni þekkingar og reynslu. Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og hefur tækifæri til að móta framtíðina.

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Auglýst Störf

Almenn umsókn

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Sækja um
Sumarstarf á fjármálasvið

Mannvit óskar eftir að ráða bókara í sumarafleysingar. Starfið felst í færslu bókhalds, afstemmingum og aðstoð við uppgjör.

Hæfnikröfur:

 • Þekking og reynsla af bókhaldsstörfum kostur
 • Reynsla af verkbókhaldi
 • Þekking og reynsla af Navision
 • Nákvæm og vönduð vinnubrögð
 • Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum

 

 Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2019.

Sækja um
Sérfræðingur á fjármálasviði

Sérfræðingur á fjármálasviði

Mannvit óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing á fjármálasvið. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að áætlanagerð, greiningarvinnu og almennum bókhaldsstörfum.

Helstu verkefni:

 • Áætlanagerð og greiningarvinna
 • Afstemmingar, uppgjör og almenn bókhaldsstörf
 • Verkbókhald og frávikagreining
 • Reikningagerð og innheimta
 • Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði

Hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði með áherslu á fjármál eða sambærilegt
 • Reynsla og þekking á bókhaldi, uppgjörsvinnu og rekstri
 • Mjög góð Excel kunnátta
 • Þekking og reynsla af Navision
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri í síma 422 3401 og netfangi hildur@mannvit.is. Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2019.

Sækja um

Vertu hluti af sterkri liðsheild.


ALDUR

 


KYNJAHLUTFALL

 

MENNTUN

 

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem er valið til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Meðan umsókn er til í ráðningarkerfi Mannvits, geta umsækjendur ávallt skráð sig inn og uppfært þær persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið. Umsóknum um starf og öllum persónuupplýsingum umsækjenda er eytt eftir 6 mánuði frá því að umsókn berst eða hefur verið uppfærð. Umsækjandi getur hvenær sem er sent tölvupóst á netfangið personuvernd@mannvit.is og óskað eftir að persónugögnum sé eytt. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Mannvits má nálgast hér.

Vertu hluti af sterkri liðsheild