Öll verkfræðiráðgjöf á einum stað

Mannvit veitir ráðgjöf og þjónustu á sviði verkfræði, tækni og nýsköpunar. Hjá okkur starfar öflugur hópur verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölbreytta reynslu. Sérþekking okkar liggur í verkfræði, jarðvísindum, umhverfismálum, upplýsingatækni og byggingarefnis-rannsóknum. Auk þess tökum við að okkur verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefna.

Við vitum að ákvarðanir sem eru teknar í dag munu hafa áhrif á samfélagið á morgun. Þess vegna er rík áhersla lögð á sjálfbærni í öllu okkar starfi og við leggjum okkar af mörkum til að stuðla að sjálfbærri þróun.

Gildi Mannvits eru traust, víðsýni, þekking og gleði.

Hlutverk Mannvits er að

Skapa og stuðla að sjálfbæru samfélagi

Skapa og stuðla að sjálfbæru samfélagi

Ábyrgð í verki

Við leggjum áherslu á að sýna gott fordæmi í rekstri og viljum vera leiðandi fyrirtæki á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.

Mannvit veitir viðskiptavinum hagkvæma, áreiðanlega og umfram allt góða þjónustu sem byggir á trausti, þekkingu, víðsýni og gleði. Með verkum okkar viljum við skapa og stuðla að aukinni sjálfbærni í samfélaginu.

Kolefnishlutleysi

Mannvit varð fyrst kolefnishlutlaust árið 2020. Á hverju ári eru tré gróðursett til að kolefnisjafna alla notkun bíla fyrirtækisins ásamt innanlands-flugi með endurheimt votlendis í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð.

UN Global Compact

Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun leika stórt hlutverk í stefnu okkar þar sem við vinnum að því að framfylgja 14 af 17 markmiðum SÞ.  Framvinduskýrsla er gefin út ár hvert og send til UN Global Compact.

12 skrifstofur í 3 löndum

Mannvit var stofnað árið 1963. Í maí 2023 keypti danska ráðgjafarfyrirtækið COWI Mannvit að fullu. Aðalskrifstofa Mannvits er að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi. Að auki rekum við sjö starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Erlendar skrifstofur eru í Þýskalandi.

Mannvit rekur vel útbúna rannsóknar- og prófunarstofu að Víkurhvarfi 8 í Kópavogi. Þar eru gerðar athuganir á jarðefnum, stáli, gasi, bergi og steinsteypu.

 

Alþjóðlegt teymi


Mannvit starfar í Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, Asíu og Austur Afríku. Hjá okkur starfar alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem kappkostar að tryggja arðsemi verkefna viðskiptavina með áherslu á öryggi, umhverfi og fagmennsku.

Dótturfélög Mannvits á sviði verkfræðiþjónustu eru Vatnaskil á Íslandi og GTN GmbH í Þýskalandi.