Gleði eykur starfsánægju

sem skilar sér til viðskiptavina

Af hverju Mannvit?

Mannvit er ráðgjafarfyrirtæki sem nýlega sameinaðist alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI og byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði. Samruninn við COWI skapar aukin starfstækifæri sem gerir Mannvit að enn eftirsóttari vinnustað.

Í samstarfi við viðskiptavini okkar vinnum við að því að móta sjálfbæran og lífvænlegan heim. Við erum stöðugt að byggja ofan á þá þekkingu sem fyrir er og móta lausnir sem eru nauðsynlegar í dag til að skapa betri framtíð.

Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem fólki líður vel og fjölbreytileikanum er fagnað. Á þann hátt náum við fram því besta hjá hverjum og einum, bæði í vinnu sem og heima fyrir.

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Auglýst Störf

Tæknifólk á Austurlandi

Hefur þú áhuga á stuðla að sjálfbæru samfélagi?

Mannvit óskar eftir fjölhæfum tæknimanni til starfa á starfsstöð Mannvits á Austurlandi. Viðkomandi mun sinna ráðgjafarverkefnum, hönnun og eftirliti við mannvirkjagerð.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • B.Sc. eða M.Sc. í byggingarverkfræði eða tæknifræði er kostur
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu við mannvirkjagerð
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Valgeir Kjartansson, valgeir@mannvit.is, starfsstöðvarstjóri á Austurlandi.

 

 

Sækja um
Almenn umsókn

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem er valið til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum öll áhugasöm til þess að senda okkur umsókn.

 

Sækja um
English application

 

Sækja um
Sérfræðingur í stjórnkerfum á Austurlandi

Vegna aukinna umsvifa leitum við að einstaklingum til að slást í hópinn og leitum við eftir liðsauka í faghóp stjórnkerfa á sviði rafmagns og upplýsingatækni. Starfið felur í sér verkefni í hönnun og forritun stjórnkerfa ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða -tæknifræði eða sambærileg menntun.
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Þetta er kjörið tækifæri fyrir ný útskrifaða og aðra með áhuga á stjórnkerfum og forritun stjórnbúnaðar.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Skapti Valsson, skapti@mannvit.is, sviðsstjóri rafmagns og upplýsingatækni og Ágúst Þór Margeirsson, agustm@mannvit.is, starfsstöð Mannvits á Egilsstöðum.

Sækja um
Starfsnám/Internship

Mannvit leitar að tækni- eða verkfræðinema í fjölbreytt verkefni ef svigrúm er til staðar.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem er gert grein fyrir áhugasviði.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á mannaudssvid@mannvit.is

Sækja um
Starfsstöðvarstjóri á Norðurlandi

Við óskum eftir að ráða drífandi einstakling í hlutverk starfsstöðvarstjóra hjá Mannviti á Norðurlandi. Starfið er fjölbreytt og felur m.a. í sér ráðgjöf, hönnun og umsjón með verkefnum á svæðinu.

Helstu verkefni

 • Leiða starfsstöðina á Norðurlandi
 • Styðja við uppbyggingu starfsstöðvarinnar
 • Taka þátt í og styðja við verkefnaöflun og markaðssókn á svæðinu
 • Leiðbeina og tryggja þátttöku samstarfsfólks í verkefnum með styrk þeirra að leiðarljósi
 • Sinna ráðgjöf og hönnun í samræmi við menntun og reynslu
 • Eftirlit og yfirumsjón með verkefnum á svæðinu
 • Leiða samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða sambærileg menntun
 • Starfsreynsla við mannvirkjagerð er kostur
 • Öflug liðsmanneskja með jákvætt viðhorf og góða færni í mannlegum samskiptum
 • Leiðtogahæfni
 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2023.

Nánari upplýsingar veitir Björgheiður Albertsdóttir, bjorgheidur@mannvit.is, mannauðsstjóri.

 

Sækja um

Vertu hluti af sterkri liðsheild

Jafnlaunavottun 2019 - 2022
Dreifni á starfsmönnum

ALDUR

 

Kynjahlutfall

REYNSLA

 

Hlutfall menntunar

MENNTUN

 

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem er valið til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Meðan umsókn er til í ráðningarkerfi Mannvits, geta umsækjendur ávallt skráð sig inn og uppfært þær persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið. Umsóknum um starf og öllum persónuupplýsingum umsækjenda er eytt eftir 6 mánuði frá því að umsókn berst eða hefur verið uppfærð. Umsækjandi getur hvenær sem er sent tölvupóst á netfangið personuvernd@mannvit.is og óskað eftir að persónugögnum sé eytt. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Mannvits má nálgast hér.