Gleði eykur starfsánægju

sem skilar sér til viðskiptavina

Af hverju Mannvit?

Mannvit er þekkingarfyrirtæki sem starfar á alþjóðamarkaði og byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði. Hjá Mannviti færð þú tækifæri til að skara fram úr og vinna í umhverfi sem byggir á traustum grunni þekkingar og reynslu. Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og hefur tækifæri til að móta framtíðina.

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Auglýst Störf

Mannvit óskar eftir tæknifólki á Austurland

Hefur þú áhuga á stuðla að sjálfbæru samfélagi?

Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði sem nálgast öll verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi.  Vegna aukinna umsvifa leitum við að einstaklingum til að slást í hóp samhentra verkfræðinga og tæknimenntaðra starfsfólks með fjölþætta reynslu á sviði orkunýtingar, iðnaðar og mannvirkja.

Mannvit óskar eftir öflugu tæknifólki í krefjandi og fjölbreytt verkefni á starfsstöð Mannvits á Austurlandi. Starfið felst í að sinna ráðgjafarverkefnum, hönnun og eftirliti við mannvirkjagerð.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • B.Sc. eða M.Sc. í byggingarverkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði eða sambærileg menntun
  • Starfsreynslu við mannvirkjagerð er kostur
  • Öflug liðsmanneskja með jákvætt viðhorf og góða færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi.

 

 

Sækja um
Almenn umsókn

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

 

Sækja um
English application

 

Sækja um

Vertu hluti af sterkri liðsheild.

Jafnlaunavottun 2019 - 2022
Dreifni á starfsmönnum

ALDUR

 

Kynjahlutfall

REYNSLA

 

Hlutfall menntunar

MENNTUN

 

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem er valið til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Meðan umsókn er til í ráðningarkerfi Mannvits, geta umsækjendur ávallt skráð sig inn og uppfært þær persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið. Umsóknum um starf og öllum persónuupplýsingum umsækjenda er eytt eftir 6 mánuði frá því að umsókn berst eða hefur verið uppfærð. Umsækjandi getur hvenær sem er sent tölvupóst á netfangið personuvernd@mannvit.is og óskað eftir að persónugögnum sé eytt. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Mannvits má nálgast hér.