Gleði eykur starfsánægju

sem skilar sér til viðskiptavina

Af hverju Mannvit?

Mannvit er þekkingarfyrirtæki sem starfar á alþjóðamarkaði og byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði. Hjá Mannviti færð þú tækifæri til að skara fram úr og vinna í umhverfi sem byggir á traustum grunni þekkingar og reynslu. Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og hefur tækifæri til að móta framtíðina.

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Auglýst Störf

Almenn umsókn

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Sækja um
Tækniteiknari

Mannvit óskar eftir að ráða tækniteiknara til starfa. Við leitum að öflugum tækniteiknara til að bætast við fjölmennan og fjölbreyttan hóp Mannvitringa. Við bjóðum upp á skemmtileg og áhugaverð verkefni.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Nám í tækniteiknun.
  • Góð þekking á Revit, þekking á AutoCad, Tekla, Microstation og MagiCad kostur.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð hæfni í að vinna í hóp.

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2021.

Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi.

 

 

Sækja um

Vertu hluti af sterkri liðsheild.

Jafnlaunavottun 2019 - 2022
Dreifni á starfsmönnum


ALDUR

 

Kynjahlutfall


KYNJAHLUTFALL

 

Hlutfall menntunar

MENNTUN

 

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem er valið til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Meðan umsókn er til í ráðningarkerfi Mannvits, geta umsækjendur ávallt skráð sig inn og uppfært þær persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið. Umsóknum um starf og öllum persónuupplýsingum umsækjenda er eytt eftir 6 mánuði frá því að umsókn berst eða hefur verið uppfærð. Umsækjandi getur hvenær sem er sent tölvupóst á netfangið personuvernd@mannvit.is og óskað eftir að persónugögnum sé eytt. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Mannvits má nálgast hér.