Gleði eykur starfsánægju

sem skilar sér til viðskiptavina

Af hverju Mannvit?

Mannvit er þekkingarfyrirtæki sem starfar á alþjóðamarkaði og byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði. Hjá Mannviti færð þú tækifæri til að skara fram úr og vinna í umhverfi sem byggir á traustum grunni þekkingar og reynslu. Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og hefur tækifæri til að móta framtíðina.

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

Auglýst Störf

Jarðtæknihönnuður

Mannvit óskar eftir að ráða jarðtæknihönnuð í fjölbreytt verkefni í faghóp jarðtækni á sviði mannvirkja og umhverfis. Starfið felur í sér ráðgjöf og hönnun í jarðtækni og grundun fyrir flestar gerðir mannvirkja eins og húsbyggingar, hafnir og stálþil, vegi, göng og brýr, götur, veitur, stíflur og orkumannvirki. Auk þess felur starfið einnig í sér skipulagningu jarðgrunnsrannsókna og umsjón með jarðtækniprófunum á rannsóknarstofu Mannvits.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun í verkfræði eða tæknifræði
 • Sérmenntun í jarðtækni
 • Starfsreynsla í jarðtæknihönnun og notkun jarðtækniforrita er kostur
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Atli Karl Ingimarsson, atli@mannvit.is, fagstjóri jarðtækni.

 

Sækja um
Tækniteiknari á sviði burðarvirkja

Mannvit óskar eftir að ráða tækniteiknara á svið burðarvirkja í höfuðstöðvar okkar í Kópavogi. Við leitum að öflugum tækniteiknara í skemmtileg og áhugaverð verkefni.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Menntun í tækniteiknun.
 • Þekking á Revit, AutoCad, Tekla, Microstation og/eða MagiCad er kostur.
 • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð hæfni í að vinna í hóp.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jónsson, tj@mannvit.is, sviðsstjóri burðarvirkja.

 

Sækja um
Tæknifólk á Austurlandi

Hefur þú áhuga á stuðla að sjálfbæru samfélagi?

Mannvit óskar eftir fjölhæfum tæknimanni til starfa á starfsstöð Mannvits á Austurlandi. Viðkomandi mun sinna ráðgjafarverkefnum, hönnun og eftirliti við mannvirkjagerð.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • B.Sc. eða M.Sc. í byggingarverkfræði eða tæknifræði er kostur
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu við mannvirkjagerð
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Valgeir Kjartansson, valgeir@mannvit.is, starfsstöðvarstjóri á Austurlandi.

 

 

Sækja um
Sumarstarfsfólk

Mannvit leitar að öflugum og framsýnum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Mannvit leggur áherslu á að bjóða upp á lærdómsríkt vinnuumhverfi þar sem nemendur fá tækifæri á að taka virkan þátt í krefjandi verkefnum.

Hjá Mannvit starfa rúmlega 240 einstaklingar sem vinna í teymum þvert á svið og landshluta með ástríðu fyrir því að stuðla að sjálfbæru samfélagi. Mannvit sérhæfir sig í þjónustu á sviði verkfræði, sjálfbærni og tæknivísinda.

Við hvetjum alla sem stunda háskólanám á fyrrnefndum sviðum til þess að sækja um.

Ráðið verður í fjölbreytt störf og í flestum landshlutum.

Mannvit býður starfsfólki samgöngustyrk sem ferðast með vistvænum hætti.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og er öllum umsóknum svarað.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur áhugasvið og væntingar til starfsins.

Nánari upplýsingar veitir Súsanna Helgadóttir, susannah@mannvit.is, mannauðsráðgjafi.

 

Sækja um
Almenn umsókn

Mannvit er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki og við hvetjum alla áhugasama til að senda okkur umsókn.

 

Sækja um
English application

 

Sækja um
Sérfræðingur í stjórnkerfum

Vegna aukinna umsvifa leitum við að einstaklingum til að slást í hópinn og leitum við eftir liðsauka í faghóp stjórnkerfa á sviði rafmagns og upplýsingatækni. Starfið felur í sér verkefni í hönnun, forritun og gagnsetningu stjórnkerfa ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða -tæknifræði eða sambærileg menntun
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Þetta er kjörið tækifæri fyrir ný útskrifaða og aðra með áhuga á stjórnkerfum og forritun stjórnbúnaðar.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Skapti Valsson, sviðsstjóri rafmagns og upplýsingatækni, skapti@mannvit.is

Sækja um
Sérfræðingur í stjórnkerfum á Austurlandi

Vegna aukinna umsvifa leitum við að einstaklingum til að slást í hópinn og leitum við eftir liðsauka í faghóp stjórnkerfa á sviði rafmagns og upplýsingatækni. Starfið felur í sér verkefni í hönnun og forritun stjórnkerfa ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða -tæknifræði eða sambærileg menntun.
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Þetta er kjörið tækifæri fyrir ný útskrifaða og aðra með áhuga á stjórnkerfum og forritun stjórnbúnaðar.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Skapti Valsson, skapti@mannvit.is, sviðsstjóri rafmagns og upplýsingatækni og Ágúst Þór Margeirsson, agustm@mannvit.is, starfsstöð Mannvits á Egilsstöðum.

Sækja um
Burðarvirkjahönnuður

Mannvit óskar eftir að ráða burðarþolshönnuð sem getur tekið að sér alhliða burðarþolshönnun. Helstu verkefni viðkomandi snúa að hönnun ýmissa bygginga,  burðarþolshönnun á brúm, vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, tengivirkjum og háspennulínum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða tæknifræði með áherslu á burðarþolshönnun
 • Reynsla af hönnun burðarvirkja er æskileg
 • Reynsla af BIM hönnun, almennum reiknilíkönum og þrívíddarforritum og Tekla Structures er kostur
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jónsson, tj@mannvit.is, sviðsstjóri burðarvirkja.

 

Sækja um
Verkefnastjóri

Mannvit leitar að kraftmiklum liðsfélaga í starf verkefnastjóra. Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni við verkefnastjórnun verkefna á öllum stigum hönnunar og framkvæmda.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Helstu verkefni eru m.a.:

 • Gerð útboðs- og verklýsinga
 • Gerð og eftirfylgni verk- og kostnaðaráætlana
 • Umsjón með fjárhagslegum rekstri verkefna
 • Rýni og samræmingu hönnunargagna
 • Ráðgjöf til opinberra aðila sem og einkaaðila
 • Tilboðsgerð og samskipti við verkkaupa og hagsmunaaðila

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jónsson, tj@mannvit.is, sviðsstjóri burðarvirkja.

 

Sækja um
Tæknifólk í Vestmannaeyjum

Mannvit óskar eftir öflugu tæknifólki í fjölbreytt verkefni á starfsstöð Mannvits í Vestmannaeyjum. Viðkomandi þarf að geta unnið jöfnum höndum að hönnun og eftirliti á sviði húsbygginga, gatna og annarra mannvirkja.

Lögð er áhersla á að viðkomandi sinni hönnun og eftirliti í Vestmannaeyjum ásamt hönnunarvinnu í fjarvinnu fyrir aðrar starfsstöðvar eftir því sem menntun og bakgrunnur gefur tilefni til.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Háskólamenntun í byggingarverkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði eða sambærileg menntun
 • Öflug liðsmanneskja með jákvætt viðhorf og góða færni í mannlegum samskiptum
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, er@mannvit.is, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis.

 

Sækja um
Sérfræðingur í innivist og rakavandamálum

Mannvit óskar eftir að ráða metnaðarfullan aðila sem hefur áhuga á innivist, byggingareðlisfræði og rakavandamálum í byggingum.

Kostur er að viðkomandi hafi góða almenna þekkingu á þessu sviði og almenna innsýn í byggingareðlisfræði ásamt reynslu af fjölbreyttum húsagerðum og byggingartækni bæði í nútíð og fortíð.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Iðnmenntun eða háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða byggingarfræði.
 • Verkreynsla á þessu sviði ekki nauðsynleg en kostur að viðkomandi hafi reynslu af hönnun, smíði, úttektum eða eftirliti með framkvæmdum við húsbyggingar
 • Góð hæfni í ræðu og riti á íslensku
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Helstu verkefni eru m.a.:

 • Fjölbreytta ráðgjöf
 • Ástandsskoðanir
 • Úttektir á mannvirkjum
 • Sýnatökur
 • Loft- og rakamælingar
 • Úttektir og mælingar fyrir vistvottanir
 • Skýrslugerð
 • Kostnaðaráætlanir
 • Samskipti við hönnuði og viðskiptamenn
 • Auk annarra verkefna eftir því sem menntun, bakgrunnur og áhugi gefur tilefni til.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, er@mannvit.is, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis.

 

Sækja um
Samgönguverkfræðingur

Viltu taka þátt í mótun skipulags samgangna í borgar- og bæjarumhverfi? Hefur þú brennandi áhuga á hvernig fólk ferðast á milli staða á sjálfbæran hátt?  

Við leitum að liðsauka til að styrkja samgöngufaghópinn okkar á sviði mannvirkja og umhverfis.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf sem m.a. felast í vinnu við umferðargreiningar, samgönguskipulag og þátttöku í þverfaglegri vinnu á sviði samgangna á skipulagsstigi, auk annarra samgönguverkefna eftir því sem menntun, bakgrunnur og áhugi gefur tilefni til.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Menntun á sviði samgönguverkfræði eða sambærileg.
 • Reynsla af umferðargreiningum eða samgöngumálum á skipulagsstigi er æskileg.
 • Góð hæfni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.  
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, er@mannvit.is, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis.

 

Sækja um
Vega- og gatnahönnuður

Mannvit leitar að liðsauka til að styrkja samgöngufaghópinn okkar á sviði mannvirkja og umhverfis. Við bjóðum upp á fjölbreytt verkefni við hönnun samgöngumannvirkja sem m.a. felast í hönnun vega, gatna og stíga og þátttöku í þverfaglegri vinnu á sviði samgangna. Um er að ræða verkefni í þéttbýli jafnt sem dreifbýli.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun á sviði samgönguverkfræði, veghönnunar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af veg-, gatna- og stígahönnun er æskileg
 • Reynsla af hönnunarforritum OpenRoads eða Civil 3D er æskileg
 • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, er@mannvit.is, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis.

 

Sækja um
Lagna- og loftræstihönnuður

Mannvit óskar eftir að ráða hönnuð á sviði lagna og loftræstingar í höfuðstöðvar okkar í Kópavogi. Fram undan eru skemmtileg og fjölbreytt verkefni m.a. í varma- og straumfræðigreiningum, kerfis- og þrívíddarhönnun og gerð upplýsingarlíkana (BIM) fyrir  lagna- og loftræstikerfi í iðnaði, orkuverum, skrifstofubyggingum, hjúkrunarheimilum, verslunum og þjónustubyggingum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Sverrir Gunnarsson, gunnarsv@mannvit.is, sviðsstjóri véla og iðnaðarferla.

 

Sækja um
Starfsnám

Mannvit leitar að tækni- eða verkfræðinema í fjölbreytt verkefni ef svigrúm er til staðar.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem er gert grein fyrir áhugasviði.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á mannaudssvid@mannvit.is

Sækja um

Vertu hluti af sterkri liðsheild.

Jafnlaunavottun 2019 - 2022
Dreifni á starfsmönnum

ALDUR

 

Kynjahlutfall

REYNSLA

 

Hlutfall menntunar

MENNTUN

 

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem er valið til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Meðferð umsókna

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Meðan umsókn er til í ráðningarkerfi Mannvits, geta umsækjendur ávallt skráð sig inn og uppfært þær persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið. Umsóknum um starf og öllum persónuupplýsingum umsækjenda er eytt eftir 6 mánuði frá því að umsókn berst eða hefur verið uppfærð. Umsækjandi getur hvenær sem er sent tölvupóst á netfangið personuvernd@mannvit.is og óskað eftir að persónugögnum sé eytt. Nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Mannvits má nálgast hér.