Gæðastefna

Mannvit er þekkingarfyrirtæki á alþjóðamarkaði á sviðum orku, iðnaðar og mannvirkja og leggur áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð í rekstri. Fyrirtækið einbeitir sér að því að veita viðskiptavinum hagkvæma, stöðuga og umfram allt góða þjónustu sem byggir á trausti, þekkingu, víðsýni og gleði.

Mannvit setur sér metnaðarfull markmið og fylgist með þýðingarmiklum þáttum í gæða-, umhverfis- og öryggismálum og samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Árangur er reglulega metinn og markmið uppfærð til að tryggja stöðugar umbætur í stjórnkerfi fyrirtækisins í takt við breytingar á viðskiptaumhverfi og kröfur viðskiptavina. Mannvit uppfyllir kröfur verkkaupa, alþjóðlegra stjórnstaðla, hagsmunaaðila og gildandi lög og reglugerðir hverju sinni.

Framkvæmdastjórn tryggir að ferlum fyrirtækisins sé stýrt sem einni heild og þeir uppfylli kröfur stjórnkerfis Mannvits.

Gæðakerfi

Mannvit starfrækir samþætt stjórnkerfi sem nær yfir gæða-, umhverfis, öryggis- og vinnuverndarmál fyrirtækisins auk samfélagsábyrgðar þess og byggir á stöðugum umbótum.  Stjórnkerfið nær yfir starfsemi fyrirtækisins á sviðum iðnaðar, orku og mannvirkja, ásamt tilheyrandi fagsviðum og stoðþjónustu. Stjórnkerfið tekur mið af ISO 9001 staðli um gæðastjórnun, ISO 14001 fyrir umhverfisstjórnun  og ISO 18001 staðli um stýringu öryggis og vinnuverndar.

Stjórnkerfi Mannvits hefur uppfyllt kröfur ISO 9001 frá 2009, ISO 14001 frá 2011 og ISO 18001 frá 2012. Stjórnkerfið hefur fengið vottun í samræmi við áður upptalda staðla.

Vottunaraðili er BSI, sem framkvæmir reglubundnar úttektir á stjórnkerfinu.

ISO 9001 Skírteini