Samþætt gæða-, heilsu-, öryggis- og umhverfisstefna
Mannvit starfar eftir samþættri stefnu um gæði, heilsu, öryggis- og umhverfismál.
Mannvit er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki sem einsetur sér að bjóða hagkvæma og skilvirka þjónustu á sviði orku, iðnaðar og mannvirkja sem uppfyllir væntingar og kröfur viðskiptavina.
Mannvit vinnur samkvæmt skilvirku og sveigjanlegu stjórnkerfi sem er samþætt stjórnskipulagi fyrirtækisins. Mannvit er vottað í gæðastjórnun ISO 9001, umhverfisstjórnun ISO 14001 og öryggistjórnun ISO 45001. Jafnframt skuldbindur Mannvit sig gagnvart viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja (UN Global Compact).

Umfang
Mannvit vinnur eftir samþættri stefnu sem nær yfir alla starfsemina og til allra starfsmanna. Verkefnin eru unnin samkvæmt kröfum stefnunnar, af fagmennsku, metnaði og þekkingu starfsmanna.
Mannvit leggur áherslu á skýra og einfalda markmiðasetningu þar sem stjórnendur og starfsmenn vinna saman að settum markmiðum.
Umbætur
Mannvit leggur áherslu á stöðugar umbætur og framsýni í úrlausnum verkefna. Mannvit fylgist með og bregst við breyttum kröfum og nýjungum með stöðugri endurskoðun á ferlum og frammistöðu. Öll atvik eru skráð, rýnd og rannsökuð til að draga lærdóm af því sem betur má fara.
Umhverfi
Mannvit veitir ráðgjöf sem tekur mið af sjálfbærni, býður hagkvæmar lausnir sem skila samfélagslegum ávinningi og leggur áherslu á bætta umhverfisvitund. Mannvit skuldbindur sig að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og vinnur með lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni sóun, heilnæmu umhverfi utan dyra sem innan og að komið sé í veg fyrir mengun.
Heilsa og öryggi
Mannvit setur öryggi, heilsu og velferð í öndvegi og hefur þau atriði að leiðarljósi við hönnun mannvirkja og stjórnun framkvæmda.
Mannvit býður starfsfólki sínu öruggt starfsumhverfi sem stuðlar að bættri líðan og heilsu. Lögð er áhersla á áhættugreiningu starfa, forvarnir og fræðslu til að draga úr líkum á vinnutengdum atvikum á borð við óhöpp, veikindi og slys. Tryggt er að vinnuumhverfi og aðbúnaður starfsfólks fullnægi öllum lögformlegum kröfum um vinnuvernd. Samvinna og samráð er haft við starfsfólk um öryggis- og vinnuverndarmál innan fyrirtækisins.