Gæðastefna

Mannvit er leiðandi fyrirtæki í verk- og tækniráðgjöf á Íslandi.

Fyrirtækið einbeitir sér að því að veita viðskiptavinum hagkvæma, stöðuga og umfram allt góða þjónustu, sem byggir á trausti, þekkingu, víðsýni og gleði.

Mannvit stefnir að því að starfsemi fyrirtækisins sé skilvirk, hröð og hagkvæm og að viðskiptavinir upplifi að gott sé að eiga viðskipti við fyrirtækið.

Framkvæmdastjórn tryggir að ferlum fyrirtækisins sé stýrt sem einni heild í formi stjórnunarkerfis sem uppfyllir kröfur verkkaupa, alþjóðlegra stjórnunarstaðla, hagsmunaaðila og gildandi lög og reglugerðir hverju sinni.

Rekstur stjórnunarkerfis fyrirtækisins tryggir stöðugt forvarna- og umbótastarf með það að leiðarljósi að geta ávallt mætt kröfum viðskiptavina og aðlagast breytingum í viðskiptaumhverfi fyrirtækisins

Öll starfsemi Mannvits er vottuð samkvæmt alþjóðlegu gæða-, umhverfis- og öryggis­stjórnunarstöðlunum ISO 9001:2008, ISO 14001:2004 og OHSAS 18001:2007.