Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Jafnréttis- og jafnlaunastefna Mannvits byggir á heildarstefnu og gildum Mannvits. Mannvit byggir samkeppnisforskot sitt á öflugum mannauði þar sem starfsfólki líður vel og hefur tækifæri til að móta framtíðina. Mannvit leggur metnað í að tryggja starfsfólki jöfn tækifæri og útrýma mismunun í hvaða formi sem hún birtist. Hver einstaklingur er metinn að verðleikum óháð kynferði, aldri, kynhneigð, trú, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og/eða stöðu að öðru leyti.

Mannvit leggur áherslu á stöðugar umbætur í allri starfsemi sinni og hafa stjórnendur sett metnaðarfull markmið og framkvæmdaáætlun tengda jafnréttismálum fram til ársins 2020.

Jafnréttisáætlun Mannvits nær til allrar starfsemi fyrirtækisins og er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á framgangi jafnréttismála, en endanleg ábyrgð er hjá framkvæmdastjórn. Mannauðsstjóri ber ábyrgð  á upplýsingagjöf til framkvæmdastjórnar og annarra stjórnenda varðandi framgang jafnréttisáætlunar og viðheldur upplýsingum um þætti sem varða jafnréttismál.

  • Mannvit greiðir konum og körlum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Jöfn laun skulu staðfest með reglubundnum launakönnunum, að lágmarki árlega, og ef óútskýrður kynbundinn launamunur mælist skal gripið til viðeigandi aðgerða til að jafna launamun.
  • Öll störf innan fyrirtækisins eru ætluð bæði konum og körlum og stuðla skal að því að störf flokkist ekki í sérstök karla og kvenna störf. Bæði kyn skulu ávallt hvött til að sækja um lausar stöður.
  • Starfsþjálfun og endurmenntun skal standa báðum kynjum jafnt til boða þannig að enginn formlegur munur sé á.
  • Starfsfólk Mannvits getur nýtt sér sveigjanlegan vinnutíma auk þess sem innleidd hefur verið fastlaunastefna með það að markmiði að draga úr yfirvinnu og jafna betur álag milli einstaklinga.
  • Kynbundið ofbeldi og áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti er ekki liðið hjá Mannviti. Á innraneti fyrirtækisins er að finna upplýsingasíðu með viðbragðsáætlun ef upp kemur ofbeldi, einelti og/eða kynferðislega áreitni til leiðbeiningar fyrir starfsfólk.

Mannvit leggur áherslu á stöðugar umbætur í allri starfsemi sinni og hafa stjórnendur sett metnaðarfull markmið og framkvæmdaáætlun tengda jafnréttismálum fram til ársins 2020.