Vinnuverndar- og öryggisstefna

Mannvit er umhugað um heilsu starfsmanna sinna og því er það liður í starfsmannastefnu fyrirtækisins að byggja upp og viðhalda öflugri heilsu- og vinnuvernd til að stuðla að öryggi og bættri líðan starfsmanna. Tryggt er að vinnuumhverfi og aðbúnaður starfsfólks fullnægi kröfum um vinnuvernd.

Mannvit heldur úti öryggisstjórnunarkerfi sem byggir á ferli stöðugra umbóta og mælingum á árangri og tryggir að lagalegum kröfum á sviði vinnuverndar- og öryggismála sé fylgt.

Mannvit vinnur árlega stöðumat þar sem farið er yfir stöðu vinnuverndar- og öryggismála og markmið eru endurskoðuð.

Starfsfólk Mannvits hefur öryggi að leiðarljósi við hönnun mannvirkja og stjórnun framkvæmda.

Mannvit fylgir stefnunni eftir með kynningu og fræðslu til starfsmanna og gestkomandi.

Mannvit skráir  slys, óhöpp og hættuleg atvik til að draga lærdóm af því sem betur má fara og kannar  reglulega gæði vinnuumhverfisins og stöðu öryggismála.

Mannvit styður við heilsueflingu starfsmanna.

Starfsfólk Mannvits hefur öryggi að leiðarljósi við hönnun mannvirkja og stjórnun framkvæmda.

Mannvit hefur verið vottað samkvæmt kröfum vinnuverndar- og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001 síðan árið 2012. Vottunin nær til allrar starfsemi fyrirtækisins á Íslandi.

OHSAS 18001 Skírteini