Samgöngustefna

Markmið samgöngustefnu er að sýna samfélagslega ábyrgð og uppfylla ferðaþörf starfsmanna Mannvits á hagkvæman og vistvænan hátt.

Mannvit leggur sitt af mörkum til að bæta umhverfið og heilsu starfsmanna sinna og annarra.

Samgöngustyrkur til starfsmanna

  • Til að auðvelda starfsmönnum að nýta sér vistvæna ferðamáta til/frá vinnu verða merktir fyrirtækisbílar til staðar fyrir vinnutengdar ferðir starfsmanna.
  • Ef starfsmenn sem nýta sér vistvænan ferðamáta þurfa óvænt að ferðast í einkaerindum á vinnutíma, t.d. vegna veikinda barna, mun Mannvit endurgreiða viðkomandi leigubílakostnað.

Bílar Mannvits

  • Við kaup á bílum verði hugað að orkunotkun (g CO2/km) þeirra, hlutfall bíla í orkunýtingarflokkum A, B og C verði aukið. 
  • Fyrirtækisbílar sem notaðir eru í innanbæjarakstri verða á ónegldum hjólbörðum.
  • Starfsmenn fá fræðslu um vistakstur.

Mannvit greiðir andvirði mánaðarkorts í strætó á höfuðborgarsvæðinu til þeirra starfsmanna sem að jafnaði taka strætó, ganga, hjóla eða koma með öðrum í bíl til vinnu. 

Eitt af markmiðum félagsins er að yfir 40% starfsmanna nýti samgöngustyrk.

Árið 2013 nýttu 42% starfsmanna sér samgöngustyrk félagsins.