Sjálfbærnistefna og samfélagsábyrgð

Mannvit leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Leitast er við að taka mið af sjálfbærni, vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og fylgja lagalegum kröfum á því sviði. Fyrirtækið veitir ráðgjöf sem tekur mið af sjálfbærni með því að bjóða hagkvæmar lausnir sem gefa af sér samfélagslegan ávinning og takmarka neikvæð áhrif á umhverfið.

Mannvit leitast við að meta verkefni með tilliti til sjálfbærni og áhættu og skapa þannig fjárhags−, umhverfis- og samfélagslegan ávinning fyrir viðskiptavini sína. Þá er viðskiptavinum gerð grein fyrir áhrifum sínum á umhverfi og samfélag og þar sem þess er kostur bent á lausnir sem auka sjálfbærni.

Mannvit leggur áherslu á að leita umhverfisvænna leiða í aðföngum og þjónustu og hvetur starfsmenn til að vinna með lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni úrgangi, heilnæmu umhverfi utan dyra sem innan og bættri umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina. Mannvit stuðlar að því að uppfylla ferðaþörf starfsmanna á hagkvæman og vistvænan hátt og styður við það með samgöngustyrk.

Til að meta árangur stefnu þessarar fylgist Mannvit með skilgreindum mælikvörðum um sjálfbærni og þýðingarmiklum umhverfisþáttum og setur sér mælanleg markmið sem endurskoðuð eru árlega svo stöðugar umbætur eigi sér stað.

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla 2018

Mannvit veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf við innleiðingu á sjálfbærnistefnu ásamt almennri verkfræðiráðgjöf á sviði sjálfbærrar þróunar. Mannvit nýtir sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem viðmið um sjálfbærni í eigin starfsemi og telur að 14 af 17 markmiðum falli beint að starfsemi og samfélagsábyrgð fyrirtækisins.

Hér er sjálfbærni- og samfélagsskýrsla 2018 í pdf útgáfu. 

Mannvit leitast við að meta verkefni með tilliti til sjálfbærni og áhættu og skapa þannig fjárhags−, umhverfis- og samfélagslegan ávinning fyrir viðskiptavini sína.

Mannvit býður jafnframt uppá ráðgjöf tengt sjálfbærni og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

ISO 14001 Skírteini

Mannvit hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2020. Á árinu 2018 kolefnisjöfnuðum við alla losun frá bílaflota fyrirtækisins og allt innanlandsflug í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð auk þess að draga úr kolefnislosun um 22%. Að auki tók félagið þrjá rafbíla í notkun í stað eldri bensínknúinna bifreiða.