Starfsmannastefna

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem traust, víðsýni, þekking og gleði eru höfð að leiðarljósi. Framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem valið er til starfa vegna hæfileika, metnaðar og persónueinkenna.

Starfsmaður á plani

Ráðningar og móttaka nýliða

Val á starfsmönnum byggist á hlutlausum og faglegum vinnubrögðum. Mannvit leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og fá allir nýir starfsmenn nýliðafræðslu um starfsemi fyrirtækisins og kynningu á gæðakerfi þess. Stjórnendur og mannauðsstjóri bera sameiginlega ábyrgð á móttöku starfsmanna.

Starfsþróun og fræðsla
Framtíð fyrirtækisins er háð menntun, þekkingu og þróun starfsmanna. Því er mikilvægt að starfsfólk hafi möguleiki á því að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að fá tækifæri til að þroskast og bæta við sig nýrri þekkingu.

Endurgjöf
Með virkri endurgjöf milli starfsmanna og stjórnenda telur Mannvit að starfsmenn fái fleiri tækifæri til að þroskast í vinnu og geti þannig aukið hæfni sína og þekkingu.

Starfsánægja
Lögð er áhersla á starfsánægju, góðan starfsanda og vellíðan starfsmanna. Umboð til athafna er víðtækt og einnig eru starfsmenn hvattir til að tjá sig um hvað þeim finnst miður/vel fara á vinnustaðnum. Virðing, umburðarlyndi og jákvætt viðmót í samskiptum jafnt innan fyrirtækis sem utan er lykill að ánægju starfsmanna og viðskiptavina.

Jafnræði
Hver starfmaður Mannvits er metinn að verðleikum, óháð kynferði, aldri, þjóðerni eða trú. Það er markmið fyrirtækisins að allir starfsmenn njóti sömu virðingar og hafi jöfn tækifæri til starfa, launa, umbunar, starfsþjálfunar og aðstöðu. Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. Sérstök jafnréttisáætlun er í gildi til að tryggja jafnræði meðal starfsmanna.

Heilsustefna og vinnuvernd
Mannvit er umhugað um heilsu starfsmanna sinna og því er það liður í starfsmannastefnu fyrirtækisins að byggja upp og viðhalda öflugri heilsu- og vinnuvernd til að stuðla að bættri líðan starfsmanna. Tryggt er að vinnuumhverfi og aðbúnaður starfsfólks fullnægi kröfum um vinnuvernd.

Fjölskyldustefna
Mannvit vill vera fjölskylduvænt fyrirtæki sem gerir starfsfólki sínu kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð og hvetur starfsfólk til að gæta jafnvægis þar á milli. Lögð er áhersla á sem mest tengsl við fjölskyldur starfsmanna og er það m.a. gert með góðum stuðningi við starfsmannafélagið.

Starfslok
Fyrirtækið vill koma til móts við óskir starfsfólks um starfslok vegna aldurs, t.d. með því að breyta starfshlutfalli eða starfsskyldum síðustu misserin í starfi.

Allir starfsmenn sem hætta störfum hitta mannauðsstjóra Mannvits þar sem rætt er um ástæður starfsloka og vill fyrirtækið þannig tryggja að dreginn sé lærdómur af ábendingum starfsfólks um það sem betur má fara í starfssemi fyrirtækisins.

Virðing, umburðarlyndi og jákvætt viðmót í samskiptum jafnt innan fyrirtækis sem utan er lykill að ánægju starfsmanna og viðskiptavina.

Jafnlaunavottun 2019 - 2022