Umhverfisstefna
Mannvit leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og fylgir lagalegum kröfum á sviði umhverfismála.

Mannvit leggur áherslu á að leita umhverfisvænna leiða í aðföngum og þjónustu og hvetur starfsmenn til að vinna með lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni úrgangi, heilnæmu umhverfi utan dyra sem innan og bættri umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina.
Starfsfólk Mannvits leitast við að benda viðskiptavinum á vistvænar lausnir þar sem þess er kostur við hönnun og ráðgjöf.
Til að meta árangur umhverfisstarfsins fylgist Mannvit með skilgreindum þýðingar-miklum umhverfisþáttum og setur sér mælanleg markmið sem endurskoðuð eru árlega í þeim tilgangi að stöðugar umbætur eigi sér stað.