Hlaðvarp

Sjálfbært samfélag er hlaðvarp á vegum Mannvits þar sem við fjallað er um áhugaverðar nýjungar í tækni, vísindum og verkfræði og áhrif þess á samfélag okkar.

Micro algae and blue beer to the rescue?

Why algae? What are the implications of algae produciton for our society? How does VAXA convert clean energy into food products with no carbon footprint and actually producing O2 as a side product? Micro algae and the future of food production is the subject of our first English podcast episode about VAXA Impact Nutrition converting clean energy into sustainable food products. 

Hvað er græn fjármögnun og hvað þarf til?

Hvað þýðir græn fjármögnun og hverjum stendur hún til boða? Hvaða vottanir þarf til þess að verkefni fái grænan stimpil? Hvað er vottað húsnæði? Hver er kostnaðurinn og ábatinn? Geta rekstraraðilar fengið græna fjármögnun eða vottun á rekstur? Nánar um þáttinn

 

Metanið, hvernig nýtum við það?

Hvað verður um sorpið okkar þegar það fer frá okkur? Hvað fer fram í GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi? Þátturinn fjallar almennt um framleiðsluna á metani og notagildi þess fyrir okkur. Nánar um þáttinn

Hvernig leysum við samgöngur í borg á sjálfbæran hátt?

Við könnumst öll við umræðu um umferðarmál og höfum ólíkar skoðanir á hvernig sé best að leysa umferðarvandann. En hvernig horfa þessi mál við þeim sem þekkja þessi fræði? Hverjar eru réttu lausnirnar? Hvaða máli skiptir samspil samgangna og skipulags? Nánar um þáttinn

Deilisamgöngur, snjallsamgöngur og þróun á Íslandi

Deilisamgöngur eru sagðar ferðamáti framtíðarinnar og jafnvel er talað um að við munum ekki þurfa okkar eigin bíl í framtíðinni. Tekur hugtakið deilisamgöngur á fleiri samgöngumátum en almenningssamgöngum og einkabílnum? Nánar um þáttinn

Hvaða þýðingu hefur BREEAM vistvottun fyrir notendur hverfisins?

Hver er ávinningurinn fyrir byggingaraðila og sveitarfélög að byggja slík hverfi og byggingar? Í hverju felst þetta? Fer það eftir efnisvali á steypu, timbri og gluggum eða hönnun á húsi út frá hita og birtu? Nánar um þáttinn

Getur inniloftið okkar verið mengað?

Hvernig getum við tryggt að loftgæði séu í lagi og hvernig eigum við að hugsa um híbýli okkar svo öllum líði sem best. Hvað í innra umhverfinu getur haft áhrif á heilsu okkar? Hvað þarf að hafa í huga varðandi barnaherbergi? Geta ýmsar vörur sem við notum verið skaðlegar?  Nánar um þáttinn

Getur Ísland orðið kolefnishlutlaust?

Er Ísland með lausn við útblástursvandanum í heiminum? Verða jarðhitavirkjanir á Íslandi brátt kolefnishlutlausar? Hvað með kolefnishlutlaust Ísland? Er hægt að taka aðra mengun og breyta í bergtegund í stórum stíl? Þarf að skoða notkun kjarnorku að nýju?  Nánar um þáttinn

„Grænna“ hótel mun vart finnast á Íslandi í bráð

Í Lóni, rétt austan við Hornafjörð mun á næstunni rísa eitt flottasta lúxushótel landsins þar sem sjálfbærni og virðing við umhverfið er í fyrirrúmi. Hótelkeðjan, sem heitir Six Senses, er með ævintýraleg hótel í Asíu, Miðausturlöndum og frönsku Ölpunum til að nefna þau nokkur. Nánar um þáttinn

Sandur er undirstaða

Sandur er gríðarlega mikilvægur í nútímasamfélagi. Hann er sannarlega nauðsynlegur og nýttur miklu víðar en við áttum okkur á. Sandur er auðlind sem Íslendingar þurfa að huga og fara vel með. Nánar um þáttinn

SpotifyApple Podcasts

Í hlaðvarpi Mannvits eru sérfræðingar á sínu sviði teknir tali og áhugaverð viðfangsefni skoðuð frá sjónarhóli umhverfis, samfélags og tækninýjunga.

Þættirnir varpa ljósi á ýmislegt sem við leiðum ekki hugann að þegar kemur að uppbyggingu á sviði verkfræði sem snertir okkur á einn eða annan hátt.