Mannvit Logo

Merki Mannvits

Hvaðan er hugmyndin?

Hugmynd að merki Mannvits er fengin frá mynd í bókinni  „De divina proportione“ af margflötungi (Rhombicuboctahedron). Í þessu riti fjalla þeir Leonardo Da Vinci og stærðfræðingurinn Luca Pacioli, um rúmfræði á vísindalegum nótum.

 

Uppruni nafnsins er úr norrænni goðafræði

Í Gylfaginningu Snorra-Eddu segir frá Mímisbrunni, sem er undir einni af rótum asks Yggdrasils.  Þar var helgistaður goðanna.  Í honum var fólgin speki og mannvit.  Mímir drakk af brunninum og var því fullur af vísindum.  Óðinn lagði auga sitt að veði fyrir að fá að drekka af brunninum.

Hávamál er eitt Eddukvæða og þau eru lögð Óðni í munn.  Efni þeirra er bæði fróðleikur og heilræði.  Þar segir meðal annars að mannvit sé sá vinur sem síst bregst, það er auði betra og byrði betri ber maður ekki.

Mannvit er í goðafræðinni ekki notað í merkingunni greind eða þekking, heldur frekar heilbrigð skynsemi eða dómgreind.