Álver Fjarðaáls Reyðarfirði

Álver Fjarðaáls er með framleiðslugetu sem nemur 346.000 tonnum á ári. Verkefnið snéri að hönnun og byggingu álversins í alverktöku. Verkefnið féll í hendur Bechtel Corporation og HRV Engineering sem samstarfsverkefni Bechtel-HRV að loknu útboði á vegum Alcoa á heimsvísu. HRV-Engineering er dótturfélag Mannvits sem leggur til megin mannafla í verkið ásamt Verkís verkfræðistofu.

Verksvið

  • Alverktaka (EPC)
  • Mat á umhverfisáhrifum
470
Starfsmenn 2014
346.000 tonn 
Álframleiðsla á ári
92 milljarðar 
Útflutningstekjur 2014

Alcoa Inc. er alþjóðlegt fyrirtæki í fararbroddi á sviði nýsköpunar og framleiðslu mismunandi tegunda léttmálma og verkfræðilausna fyrir fjölþætta atvinnustarfsemi um allan heim. Fjarðaál hefur þá sérstöðu miðað við mörg önnur iðnaðarfyrirtæki að 99,7% allra aukaafurða frá starfseminni eru endurunnin. Þau 0,3% úrgangs sem ekki eru endurunnin eru nær alfarið lífrænn úrgangur frá vatnshreinsivirki og mötuneyti Fjarðaáls. Ál gegnir mikilvægu hlutverki við að draga út útblæstri gróðurhúsaloftegunda í heiminum. Ástæðan er eiginleikar þess, léttleiki, fjölbreytt notagildi og 100 prósent endurnýtingarhæfni, án þess að eiginleikar þess skerðist. Þannig hefur aukin notkun áls jákvæð áhrif í loftslags- og umhverfismálum.