Álver Norðuráls á Grundartanga

Álver Norðuráls á Grundartanga er með framleiðslugetu sem nemur 294.000 tonnum á ári. Vinnsluferlið er byggt á PB-VAW CA-180 tækni. Verkefnið var framkvæmt í áföngum á tímabilinu 1996-2007. Verkefnið var unnið innan ramma HRV-Engineering, dótturfélags Mannvits sem einnig leggur einnig til megin mannafla í verkið ásamt Verkís verkfræðistofu.

Helstu vörður í verkefninu fólu sér eftirfarandi þætti á verksviði Mannvits:

Áfangi I: Vinna við öll helstu framleiðslusvæði og kerfi s.s. kerskála, steypuskála, raf- og stjórnkerfi. Þessi áfangi skilaði framleiðslugetu sem nemur 60.000 tonnum á ári.

Áfangi II: Framleiðsluaukning frá 60.000 tonn/ári upp í 90.000 tonn/ári. Viðbætur við helstu innviði og kerfi.

Áfangi III: Framleiðsluaukning frá 90.0000 tonn/ári upp í 180.000 tonn/ári.

Áfangar IV og V: Framleiðsluaukning upp í 260.000 tonn/ári. Endurbætur og stækkun helstu innviðum s.s. á flutningskerfum, kælikerfum og þrýstiloftskerfum.

Mannvit vann einnig mat á umhverfisáhrfium fyrir áfanga III og IV og hefur að auki gegnt lykilhlutverki í fjölmörgum viðhaldsverkefnum og endurbótum á álveri Norðuráls á Grundartanga.

Verksvið

  • EPCM verkefnisstjórn
  • Hönnun
  • Innkaup
  • Stjórnun framkvæmda
  • Öryggis og gæðagát
  • Verkefnisstjórn
  • Verkefnisgát
294.000 tonn 
Framleiðsla 2013
600
Starfsmenn
4.400 GWst 
Raforkunotkun 2013

Norðurál er í eigu Century Aluminum, sem er með höfuðstöðvar í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. Orkuna kaupir Norðurál af þrem fyrirtækjum, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orku.

Play

Framleiðsla áls