Áreiðanleikakönnun á Maule jarðhitaverkefninu

Meta tiltæk gögn um Maule jarðhitasvæðið og gefa álit sem gagnast verkkaupa við að meta hvort hann eigi að fjárfesta í verkefninu.

Áreiðanleikakönnunin fjallaði um jarðhitaverkefni Magma Energy (síðar Alterra Power Corp.) á Laguna del Maule-svæðinu þar sem fyrirtækið hafði leyfi til uppbyggingar á 50 MWe jarðvarmaorkuveri. Nokkrar rannsóknarholur höfðu verið boraðar á svæðinu. Kanadískt fyrirtæki fékk Mannvit til þess að rýna frá sjónarmiði fjárfestis fyrirliggjandi gögn, túlkun á jarðhitakerfinu, áætlaðri vinnslugetu þess og fyrirætlanir um uppbyggingu og kostnað við hana. Einnig að bera þessa þætti saman við hliðstæður frá öðrum dæmigerðum jarðhitasvæðum. 

Verkefnið er í eigu kanadíska fyrirtækisins Alterra Power Corp. og EDC frá Filippseyjum. 

Verksvið

Eftirfarandi þættir voru metnir:

  • Gæði gagnanna.
  • Fyrirliggjandi túlkun gagnanna.
  • Samanburð á stöðu jarðhitarannsókna og núverandi mati á afkastagetu svæðisins við dæmigerðar niðurstöður úr jarðhitaverkefnum á sama framvindustigi.
  • Tillögur um framhald rannsókna, valkosti áframhald verkefnisins, áhættumat, samanburð á áætluðum kostnaði við sambærileg verkefni.